Eftir að ég tók þá ákvörðun að minnka drykkjuna hjá mér til muna hefur mér aðeins leiðst, ekkert gaman lengur. Því eins og Valur veit, að þegar ég er búinn að fá mér bjór tek ég upp síman og finn mér eitthvað til dundurs, til að gera það sem eftir lifir kvöldsins. En nú er ekkert svoleiðis í gangi þar sem ég er talinn feiminn maður að eðlisfari en opin þegar ég er kominn í krús. Svo ég ætla að halda áfram að lesa og reyna að vera betri því ég er það augljóslega ekki núna!!
Mikið skammast ég mín fyrir að eiga heima í einu borg landsins sem kennt er við ís. Það virðist vera sem það séu aðeins 397, ég endurtek 397 Reykvíkingar á kjörskrá sem sjá það að Borgarsamtökin(A) er það sem koma skal fyrir framtíð víkurinnar. Ég er stoltur af því að vera einn af þessum 397. Ég er að spá í því að ganga í samtökin fyrir næstu kostnigar og gerbreita Reykjavík og landinu öllu reyndar. Hér kemur kosningaloforð sem mun verða í brennidepli okkar Borgarsamtakamanna fyrir næstu kosningar sem verða 2006: Fá forsetan til að eiga heima í höfuðborginni, -ekki á sveitabæ!. Þá kæmi Perlan til greina sem forsetabústaður. Þar sem Dorrit hefur hagnast mikið á perlu- og glingurssölu í Bretlandi fynst mér að hún ætti að kaupa landið og verða fyrsta drottning íslands. Þá þyrfti að breita bæði fána og heiti á landinu og kæmi þá kannski helst til greina að þar væri settur Bónus grísinn í miðjuna á íslenska fánanum með kórónu á hausnum sem myndi tákna að sjálfsögðu nýjan Konung vorn Óla grís. Og svo mætti nefna landið Ólafsland, Ólafssker, Ólafs land Moussajeff, KDO (Konungsdæmi Dorritar og Ólafs), Ólafshólmi eða Dorritskántrí!. Ég er viss um að við í Borgarsamtökunum fáum yfir 400 atkvæði fyrir næstu kosningar, en það er aðeins hægt með þinni hjálp.
Ég ætla að byrja á því að byðjast afsökunar á því að ég hef ekki bloggað í 9daga (ég er bara alveg eins og Davíð í þessum málum!) en örvæntið ekki ég er mættur á síðuna aftur -endurnærður.
Ég ætla að byrja á því að skrifa um árshátíðina sem var haldin á Laugardaginn í síðustu viku(vá hvað það er langt síðan ég bloggaði!) en það sem ég náði að afreka þar var að verða ofurölvi, skallaður af feitri stelpu sem hét Solla -mér misheyrðist eitthvað og spurði "Ha? heitiru Bolla!?" ég uppskar þetta höfuðhögg fyrir þessa spurningu. Svo meig ég á glugga en þegar ég var u.þ.b. hálfnaður úr blöðruni lít ég upp og sé það að ég er að míga á glugga, fyrir ynnan gluggan sat helmingur allra starfsmanna keðjunar að horfa á litla brunahanan að verki. Þá ákvað ég að berja í gluggan og fá hinn helming keðjunar til að njóta þess að sjá mig vökva þennan glugga. Á mánudeginum var mér ekki skemt þegar ég mætti í vinnuna, það lá við að ég grenjaði!
Einkunirnar voru glæsilegar þ,e,a,s náði öllu enda var það takmarkið. Allt fyrir ofan 5 er óþarfa vinna! sagði einn góður vinur minn rétt fyrir prófin.
Nat1036 fékk 5
Nat1136 fékk 5
Ísl4036 fékk 6!
Ens4036 fékk 5
Saga1136 fékk 6!
ég vil þakka æskuvini mínum Ásgeiri sögukennara fyrir glæsilega einkunn!!
Svo var það útskriftarveislan hjá Ásu og Erlu. Ég var tiltölulega rólegur þetta kvöld og kom heim um 2leitið.
Í dag fór ég að kjósa ég kaus A eða Höfuðborgarsamtökin eins þetta heitir víst.
Ég ákvað að skella mér á eitt stykki fyllerí í gær. Og var það massa gaman. Það byrjaði þannig að allir strákarnir voru á jóa risa svo ég kíkti. Sá ég þá að þar voru menn eigi óölvaðir(náðuði þessum!) svo ég ákvað að slást í för með þessum ungu herra mönnum á leið sinni til alkahólslandsins. Fyrsti bjórinn var reyndar svolgraður eftir leikinn því ég þurfti að skila bílnum auðvitað. Við vorum þar í dágóðastund en svo ákváðum ég, Halli og Andi að kíkja barasta í bæinn. Það var stemmari þó svo að þar hafi aðeins verið við og nokkrar 18ára stelpur. Við þræddum barina hvern á fætur öðrum og enduðum við á því að fara á gaukinn en þá voru tónleikarnir búnir svo við fengum okkur bara bjór og símanúmer hjá einhverjum 18ára kellum!, þetta endaði svo á því að við fórum á Lélect og fengum okkur pulsu, þá var ég orðinn frekar fullur og kom með setningu einsog: Settu bara það sem þú vilt á pylsuna, elskan! en þetta mun hafa verið sagt við hana Önnu Maríu sem er einu ári eldri en ég og var í fellaskóla. Þegar ég vaknaði í morgun lá við hliðina á mér sápukúlubox, beikonpakki, skinkupakki og harðfiskspoki.
Lítil gömul kona kom að versla hjá mér í fyrradag og setti 2 dósir af dýrasta kattarmatnum sem til var í innkaupakörfuna. Síðan fór hún að kassanum til að borga og sagði við mig "ekkert nema það besta handa litla kettlingnum mínum". þá sagði ég "því miður get ég ekki selt þér kattarmat nema að þú getir sannað það að þú eigir kettling, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir kattarmat til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir kött." Litla gamla konan fór heim og náði í kettlinginn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá kattarmatinn keyptan.
Í gær kom litla gamla konan aftur að versla og í þetta skiptið setti hún pakka af hundakexi í innkaupakörfuna, sem hún ætlaði að gefa hundinum sínum yfir Hvítasunnuna. Ég sagði þá "því miður get ég ekki selt þér hundakex nema að þú getir sannað það að þú eigir hund, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir hundakex til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir hund." Vonsvikinn og svekkt fór litla gamla konan heim og náði í hundinn sinn og sýndi mér hann og fékk þá hundakexið keypt.
Í dag kom litla gamla konan aftur að versla og hélt á dollu sem var með gati á lokinu. Litla gamla konan bað mig um að stinga puttanum í gatið, ég náttulega sagði: "nei ég geri það ekki því þú gætir verið með snák í dollunni." Litla gamla konan fullvissaði mig um að svo væri ekki. Þá stakk ég puttanum í gatið á dollunni og tók hann út og sagði við litlu gömlu konuna "þetta lyktar eins og mannaskítur."
Litla gamla konan brosti út að eyrum og spurði, "vinur minn, get ég núna fengið að kaupa nokkrar klósettrúllur?" þær eru svo geðveikar þessar kellingar!
Það vildi svo heppilega til að ég þurfti að lenda bókstaflega í síðasta prófinu í próftöfluni sem er jarðfræði en það byrjar kl 14:15 að staðartíma í dag. Þannig er mál með vexti að ég hef ekki mætt sem skildi í vetur, og hef ég alltaf hugsað "ég læri bara vel fyrir lokaprófið og reddaþessu" nú er hálftími þar til prófið byrjar og ég hef lært alveg jafnmikið síðustu daga undir prófið og ég er búinn að gera í allan vetur. Sem sagt ekkert!! -þetta reeedast einhvernveginn held ég. Læt ykkur vita hvernig fór með þetta próf dúllurnar mínar.
Í gær fór ég, Davíð, Kalli, Stebbi, Halli og Þórey uppí vatnslausa, rafmagnslausa sumarbústaðinn hans Halla. Þar var drukkið mikið og ég held að þetta hafi verið eitt skrítnasta fyllerí sem ég hef farið á, allavega er þetta fyrsta hóp-trúnó fylleríið mitt. Stebbi og Halli fóru að rífast eitthvað og ég stakk upp á því að þeir færu út að slást, þeir tóku mig á orðinu og fóru út, ég gekk á milli en í staðinn fyrir að stoppa þá ákvað ég að búa til reglur(ég held að ég sé Don King íslands) en ég var svo lengi að búa þær til að reiðin rann af mönnum og þeir sættust. Á leiðinni heim fórum stoppuðum við í EDEN í hveragerði og þar fékk ég mér hamborgara að nafni: "SmaladrengsinsDraumaborgara" heimskir þessir Hveragerðingar!! af hverju kalla þeir þetta ekki bara McSmalaborgari eins og við myndum kalla þetta hérna í siðmenninguni.
Nú er ég búinn að vera svolítið í burtu, en ég hef haft mínar ástæður! þetta eru búnir að vera viðburðaríkir dagar í lífi stráklings að nafni Danni. Ég ætla bara að byrja á því að segja frá miðvikudeginum siðan fimmtudeginum og svo koll af kolli þangað til ég verð kominn að deginum í dag.
Miðvikudagur: Fór að vinna kl 17:00 var að vinna til 23:30 ákvað þá að fara í pool með Davíði og Stebba í billjardstofuna í lágmúla. Eftir því sem fleiri bjórar voru drukknir, því lengri urðu leikirnir, svo fór að við nenntum ekki lengur að spila pool, og settumst því bara á barinn og drukkum bara! Við fréttum(í gegn um SMS) að það væri stemmari í bænum og um 02:30 vorum við staddir ásamt fríðu föruneyti( valur, bjöggi, andrés, biggi....man ekki alveg eftir fleirum í augnablikinu...sorry) á Húsi málarans þar inni voru akkúrat 7 manns. Ekki nenntum við að hanga þar svo ég Davíð, Andrés og Stebbi fórum á gaukinn, þar var troðið við hjéngjúm þar frekar lengi enda tímdum við ekki að fara út eftir að hafa borgað 1500kall á kjaftinn. Þarna hittum við ótrúlegasta fólk eins og t.d. Nonna Levy sem ég hef ekki hitt síðan ég var í 9.bekk, Dagný xxxkærustu(mína), svo hitti ég Margréti sem dansaði svo eftirmynnilega við mig uppá borði á bjórkvöldi hjá FB. Við ákváðum að fara í sund í árbæjarlaug ásamt vinkonu hennar(NASTY!!) og Andrési svo pikkuðum við Rasshausinn upp í leiðinni og kom hann með okkur. Þegar kl var orðin 7 vorum við fyrir utan árbæjarlaug, þá föttuðum við að hún opnaði ekki fyrr en kl 9 svo við bara biðum, en þegar opnaði var okkur ekki hleipt inn sökum ölvunar. Þá ákváðum við að fara í breiðholtslaug, því við vorum með sambönd þar, þess vegna hlitum við að geta komist þar ofaní. Við ákváðum samt að fara í hópum inn. Fyrst stelpurnar, svo ég, svo Andrés og Ingvar. Þetta hepnaðist hálfpartinn stelpurnar komust og ég komst. Eftir svolitið langa bið í andapollinum förum við að lengja eftir strákunum, þá kemur Ingvar askvaðandi yfir grindverkið á nærbuxunum einum fata og hoppar ofan í djúpulögina. Verðirnir reka hann uppúr og við ákváðum að fara í staðinn í grafarvogssundlaug þar var okkur hleipt ofan í og vorum við þar til kl 12:00.
Fimmtudagur: Fór að sofa um kl 12:30 í hádeginu vaknaði kl 16:00 og fór í sturtu og fór að vinna til kl. 23:30 þá kom valur.net yfir til mín og við tókum DVD og horfðum við á það og síðan fór ég að sofa.
Föstudagur: Vaknaði kl 16:00 vegna mikils svefnleysis að undanförnu. Setti sumardekk undir bílinn. Fór í go-kart með Stebba og Kidda og bar ég sigur af hólmi í bæði skiptinn enda hefur mér verið líkt við Schumma. Þetta er einhvað sem við ætlum að endurtaka oft í sumar og kannski að halda törnament eins og í formúluni sendið mér endilega E-mail ef þið hafið áhuga. Því fleiri því betra. í lok sumars erum við að tala um kannski eins og kassa eða eitthvað álíka fyrir 1sætið yfir allt.
Fór síðan að spila Fimbulfamb heima hjá kalla og drakk nokkra bjóra með því.
Laugardagur: Vaknaði kl10:00 talaði við Júllu, fór á netið, las flöskudagsviðtalið og bloggaði.
Djö*ull gekk mér vel í líffræðiprófinu áðan, eða svona miðað við að ég mætti í 40% af tímum vetrarins og átti ekki bókina heldur, svo það var ekki hægt að læra neitt sérstaklega mikið fyrir þessi herlegheit. En ég held að ég fái 6-7 úr þessu prófi. Ég er allavega ánægður núna þangað til annað kemur í ljós....
Í dag er ég mikið að spá í að fara og skipta um dekk á bílnum mínum þ.e.a.s. á "kellinga kagganum" og setja á hann low-profile dekk eða eitthvað álíka.
Eitt í viðbót. Ég fékk skemmtilegt bréf um daginn en í því stóð að við, ´82 árgangur fellaskóla (class of ´98) erum að fara að hittast á reuninon á sportkaffi í byrjun Júní. Ég held að það muni verða bara nokkuð skemmtilegt. Maður mætir með Önnu Valdimars í annari og Ástu Gunnars í hinni. Og svo á maður örugglega eftir að lenda á trúnó við Finnboga Sigurðsson stærðfræði brjálæðing og kannski eftir að reyna við eitthvað af stelpunum sem að þögðu alla skólagönguna sína eða voru þær bara altaf með hálsbólgu (þessi var í boði Freys)
Merkilegt með þessi afmæli, það eru gjörsamlega allir blindfullir í svona veislum, sem mér finnst bara frábært. Ég verð eiginlega að segja það að ég skemmti mér mjög vel. Enda freeekar fullur. Það var eitt atvik sem er mér ferskt í minni það var þegar ég var að koma út af kaupfélaginu(var í andyrinu) þá tók ég upp á því að æla aftan skóinn hans Stebba og á gólfið svo að Wæsapellinn verður nú ekki ánægður með þetta! En þegar ég settist svo loksins niður og kláraði innihaldið í maganum á mér á gangstéttina(moldina) kom ung kona(stelpa) að nafni Jóhanna "pennaveski" Guðmundsdóttir og rétti mér fullt glas af vatni, þetta var ekkert smá steikt, ég bað að heilsa pennaveskinu hennar um leið og hún snéri aftur inn á skemmtistaðinn. En svo fór ég á sport kaffi og þar hitti ég einnig löngu gleymdan félaga en hann heitir Rúnki og var með okkur í Fellaskóla, þegar ég hitti hann mundi hann hvað ég hét hann sagði nefnlilega "blessaður Valur" og hélt því fram að ég héti valur þó ég þrætti fyrir það. Maður var eitthvað að möndla þarna inni á Kaupfélaginu(sem betur fer fór hún ekki með mér þaðan út).
Staðir sem við fórum inn á voru: Sport kaffi, Tres logos, Kaffibarinn, Kaupfélagið, Hverfisbarinn, Húsið, Prikið, Vegamót, og einvherjir fleiri staðir sem ég man ekki alveg núna
Þetta er alveg rosalegt, ég er núna búinn að vera að læra frá klukkan 10 í morgun og nú er klukkan orðin 22:30. Það versta er að ég er ekki að fara í prófið, sem ég er að læra undir, fyrr en á mánudag(er reyndar að fara í eitt á föstudag, sem læri undir á morgun.)og er það íslenskan. Ég veit svona nokkurn vegin hvað fer fram í því prófi því þetta mun vera í annað skipti sem ég fer í þetta helvíti og kemur það ekki til greina að ég fari aftur í þennan áfanga. Svona til að segja hversu einbeittur ég hef verið í dag er skemmst frá því að segja, að ég hef neitað að fara í sund með einni kellingu og neitað að fara yfir til annarar og þið vitið örugglega öll hvað hefði farið fram þar... Ef ég myndi hitta Ásgeir sögukennara yrðum við líklegast like this...báðir búnir að lesa yfir okkur af einhverju kjaftæði. En nú verð ég að hætta því ég verð að fara að lesa núna því ég er ekki hálfnaður!!