Ég hef séð eina mynd af bjórkvöldinu og lofar sú mynd alls ekki góðu, og ráðlegg ég engum að fara að skoða hana ef þú ætlar ekki að fá martröð næstuvikuna.
Ég og Kiddi ætlum örugglega að fara til Mineseapolis helgina 15-18 mars (föstudag til mánudags) og djamma þar, versla í Mall of America (stærsta mall í bandaríkjunum) og fara síðan á leik Minnesota Timberwolves og Utah Jazz en leikurinn verður á sunnudeginum, ferðin er ekki dýr því allur pakkinn er á 57.000-kr (hótel, farið og miði á leikinn) svo ef þið ætlið að kíkja með þá hafið bara samband við mig eða Kidda því fleiri, því betra!
Ég hef ákveðið að hafa spakmæli helgarinnar í spakmæladálkinn hérna réttfyrir ofan, en hann virkar þannig að eins og allir vita er maður alltaf að læra eitthvað nýtt og helgarnar eru tilvaldar til að læra að mistökum, uppákomum eða einhverju öðru....mér bara dettur enginn orð í hug sem geta komið í þessu sambandi en allavega maður er alltaf að fræðast meira og meira.
Helgin.........helgin Ég var að vinna þessa helgi, en breitti samt ekki útaf vananum og datt auðvitað í það á laugardaginn þó svo að ég hafði ákveðið það að sleppa því að djamma þessa helgi því ég hef gert ansk..mikið að því síðustu mánuði og ár....
Ingvar vinur minn hringdi í mig og bað mig um að koma í smá heimsókn, ég ákvað að heilsa aðeins upp á kallinn. Þegar ég kom þangað þá sagði hann mér að það væri að koma fullt af fólki til hans í party og ég skildi drekka því það væri skilyrði, ég hélt nú ekki þar sem ég var að fara vinna daginn eftir klukkan 9 um morgunin. Hvað haldið þið að hafi síðan gerst??? (Góð spurning fyrir Gettu Betur leikskólana) Auðvitað datt maðurinn í það en ég ákvað samt að taka því rólega og koma snemma heim. þegar við héldum í bæinn komst það upp að það væri einn yfirfarþegi svo ég ákvað að demba mér í skottið en það vildi ekki betur til en að þar væri stórt hundabúr undir tvo fullorðna dóperman hunda. Ég varð því að sætta mig við að vera í hundabúri á leiðinni í bæinn, og auðvitað varð ég að vera voða fyndinn og byrja að gelta í búrinu til að vekja á mér athygli en það fór ekki betur en það að eftir að í bæinn var komin var ég kallaður hundurinn og þegar einhver kallaði á mig var kallað "komdu kallinn!". við fórum á sport kaffi en ég nennti ekki að vera þar lengi svo ég fór heim einn míns liðs. Var kominn heim um 5 og sofnaður um 6. Á sunnudeginum vaknaði ég útsofinn og endurnærður og var mjög frískur í vinnuni.
Bjórkvöldið í gær var fínt á fyrstu mínútunum drakk maður bjórinn eins maður ætti lífið að leysa, ég fékk mér einn Jose, en það er einhver eldheitur aldskoti meira segja kveikt í því, í fyrstu tilraun stútaði ég staupinu(brotnaði) og þurfti þá að endurtaka leikinn og tók annað, eftir það fóru hlutirnir að gerast ég dansaði uppi á borði og svo var gert eitthvað meira þarna uppi á borði en það koma myndir af því seinna því Doddi tók alltof margar myndir af þessu. Siðan var haldið á 101 og dyraverðirnir hentu öllum út þar. Svo var farið á röltið og við Frikki hittum 28 ára gamlar kellingar sem buðu okkur heim en ég afþakkaði boðið og fór heim, ég veit ekki hvað frikki gerði ég held að hann ætlaði að fara með þeim heim.