Gámurinn á Röstinni  

Gámurinn á Röstinni

 

eftir að hafa ælt í rútuna á leiðinni í sól-víking lét ég það gerjast í mér að halda partý í kvöld...ef þú ert á akureyri þá er partý í herbergi 306 á hotel kea


  posted by Dan�el Gunnar @ 9:20 e.h. |


föstudagur, janúar 31, 2003  

 

þá er ég kominn loksins til akureyrar og ég er á leiðinni í ríkið


  posted by Dan�el Gunnar @ 4:25 e.h. |



 

Það varð ekkert af þessari stórfrétt sem ég ætlaði að skrifa um í dag....þannig að ég ætla að koma með aðra stórfrétt hún er Halli er 21árs í dag...til hamingju Big Daddy!!!


  posted by Dan�el Gunnar @ 6:04 e.h. |


fimmtudagur, janúar 23, 2003  

 

::..::Auglýsing dauðans::..::

Þannig er mál með vexti að ég skráði mig um árið í Casting. Sem er svona fyrirtæki sem hægt er að leita til þegar vantar fólk í auglýsingar, bíómyndir og þ.h. Svo kom að því að það var loksins hringt og stóra tækifærið til að meika það í þjóðfélaginu varð að raunveruleika!!! Ég held reyndar að ég sé búinn að segja öllum sem ég þekki frá þessu en það var fyrir tökurnar á blessuðu aulýsinguni. En í miðjum tökum ákvað ég að þetta væri komið nóg af frægð ef frægð skyldi kalla þar sem ég fékk aðeins eitt marmið fyrir utan það að labba í -10°C í um fjóra tíma með gerfirigningu dinjandi á mér og var það að skíla smettinu frá linsuni...þar fór helvítis frægðin fyrir bí...helvíti litli karl
Svo eru vonandi STÓRfrétt í nánd!!! tala um það á morgun...


  posted by Dan�el Gunnar @ 3:36 e.h. |


miðvikudagur, janúar 22, 2003  

 

Hæhæ og halló dagbók!
mikið hef ég saknað þín mikið, ég er búinn að hugsa um þig tímunum saman, og hér er ég loksins mættur aftur!!! er það ekki frábært elsku dagbókin mín!!! ég hef svo margt að segja þér frá sem hefur gerst á síðustu dögum. Æ, þetta líf!!! þetta er svo yndislegt að hitta þig aftur krúsí dúllu dagbókin mín!!!!
Bless og Takk og ekkert snakk!!!

Nei nei smá djókur hérna meginn.. en ég er kominn aftur aldrei hressari, þetta mun vera comeback dauðans fullt af leikjum, skoðanakönnunununum og þess háttar!!!! hvað er ég eiginlega að rugla...þetta verður bara gamla sniðið á þessu: kjaftasögur úr vestrirnu og þess háttar..



  posted by Dan�el Gunnar @ 3:22 e.h. |



 

::..::Síðasti áfanginn::..::

Ég fór og náði í stundatöfluna mína í vikuni, en hef ekki viljað blogga um hana strax þar sem hún hefur tekið breitingum daglega frá því að ég kynntist henni fyrst. En núna er kominn endanleg tafla sem bindur mig niður í skólanum frá morgni til kvölds (án gríns) á mánudögum og miðvikudögum er ég í skólanum frá 8:15 til 17:45 með einu gati á báðum dögum. Núna haldið þið að ég sé að segja frá lengstu dögunum fyrst en það er ekki alveg rétt því þetta munu vera styðstu dagarnir í vikuni. Á þriðjudögum og Fimmtudögum er ég í skólanum frá 8:15 til 22:30...það er samt svolítið kúl, fynnst mér því ef maður á kannski eftir að sjá einhverja sæta stelpu/kellingu/konu eða hvað sem þið viljið kalla þetta þá er aldrei að vita nema að ég nái að plata svona eins og eitt stykki með mér á bjórkvöld beint eftir skóla!!! Þvílík og önnur eins snilld hefur ekki verið á mínum vegum áður, ég ætla að æfa mig aðeins: "hey, þú sæta, koma á bjórkvöld eftir tíma" blikk blikk. Ég held að þetta eigi eftir að virka vel...capa tie!


  posted by Dan�el Gunnar @ 1:57 e.h. |


föstudagur, janúar 10, 2003  

 

::..::Völuspá fyrir árið 2003::..::

Ég ákvað að vera með smá völuspá fyrir árið 2003 um okkur vinahópinn og auðvitað fór ég og hitti eina mögnuðustu völvu Íslands. Hún vildi samt ekki að nafnið sitt myndi koma fram á síðuni því hún sagði að þessi síða væri of klúr fyrir nafnið sitt.

Hún byrjaði á því að segja mér að það væri eitt ef ekki tvö afmæli sem yrðu strax í fyrsta mánuði ársins. Svo stelpu málin fara að skírast hjá nokkrum sveinum innan vinahópsins og þeir eiga eftir að fynna hina einu réttu, hún sagði mér að það væru u. þ.b. 5 sem munu enda árið í sambandi sem ekki voru í sambandi í byrjun árs og eru tveir af þeim sem ekki hafa verið kendir við kvenmann áður. Ekki vildi völvan nafngreina þá og virðum við það. Djammið mun ekki vera eins mikið hjá ákveðnum aðilum eins og í fyrra og sá ég að hún beindi augnaráði sínu til mín, ekki vildi hún segja meira um það frekar en fyrri daginn. Hún nefndi það að hún sæi útskriftarveislur frammundan, bæði á vor- og haustönn. Hún talaði um að það yrði gefnar margar gjafir á árinu, þó að flestar yrðu gefnar í desember. Hún sér mikið djamm í sumar og mun það eiga sér stað hjá mörgum í útlöndum og nefnir hún Danmörku, Skotland, Spán, Færeyjar og Vestmannaeyjar. Partur 2 kemur á morgun hún þurfti að fara og talar við mig aftur á morgun! við þökkum henni fyrir


  posted by Dan�el Gunnar @ 9:10 e.h. |


laugardagur, janúar 04, 2003  
Powered By Blogger TM



<