Þá er helgin sem ég hef beðið eftir í 5daga...ég tók þó forskot á sæluna í gær og fékk mér áfengan drykk...því ég gat ekki lengur beðið eftir helgarbölinu....nú er að skella sér í helgarbölið(djöfull nenni ég ekki að blogga um helgina núna!)
Þá er komið að öðrublogginu á 2dögum...maður er allur að færast í aukana aftur í þessu bloggi..
Árshátíð SÁ manna er á laugardaginn og hlakka ég meira til þess, en íraka sem hlakkar til að stríðinu ljúki...Þetta var kannski svolítið gróft en þetta er bara staðreynd! Þá verður mikið drukkið og mikið djammað í Unufellinu..
Fyrir svolitlu síðan ákvað ég að skella mér til Krítar í sumar(fattiði? það er svolítið síðan sem ég ákvað það, ég fór ekki, heldur er að fara) og er ferðinni heitið næsta skóla ár...svolítið langt þangað til en það er alveg í lagi, því þá hefur maður eitthvað til að hlakka til allt sumarið og ferðin mun reka mann áfram í vinnu til að safna fyrir öllu áfenginu sem maður ætlar að innbyrgða í förinni. Hef ekkert meira að segja...skíttíðigbless!!
þá er kallinn kominn aftur....
...ég er búinn að vera mjög upptekinn að undanförnu svo ég hef ekki verið að skrifa mikið hér inn, en aðal ástæðurnar eru að það er komið stíð í heiminn(tala betur um það á eftir í þessu bloggi) og ég hef verið mjög upptekinn af því að fylgjast með því. Það kom upp leiðindamál í vinnuni minni og ef ég hefði farið að skrifa eitthvað á þeim tíma sem það var í hámarki hefði ég örugglega fengið að taka pokann minn því ég var ekki sáttur. Því ákvað ég að vera ekki að skrifa á þeim tíma því það hefði allt endað á þeim umræðum og ekki vil ég það, því þá hefði ég gert úlfvalda úr mýflugu og skotið mig alvarlega í löppina eins og einhver annar gerði...ég ætla ekki að tala um þetta!! Einnig er það skólinn sem hefur haft hug minn allann....að minnsta kosti áhyggjur af honum... Svo hef ég eignast góða vinkonu, já valur!! VINKONU ekkert annað...
En aftur af stríðinu: Hér er punktur sem mér finnst dæmandi um hversu bandaríkjamenn eru heimskir...
Þeir eru að kvarta yfir því að írakar séu ekki að stríða eftir lögum...Og segja að það sé siðlaust að hermenn þeirra séu að klæða sig í venjulegum fötum(eins og almennir borgarar) enn ekki í kammefloss(eða hvað það nú heitir). Írakskir hermenn bíða þannig í borgum og fagna komu bandarískra hermanna þegar þeir mæta á svæðið og taka svo hermennina og plaffa þá í bakið...Mér finnst þetta sjálfum siðlaust, en að bandaríkja menn séu að segja að þetta sé siðlaust finnst mér bara fyndið..því þeir sprengja sjálfir borgir í loft upp á nóttuni þegar allir írakar eru sofandi. Þeir eru því að stinga hvorn annan í bakið sitt á hvað og voru bandaríkja menn sem byrjuðu á því...
Bandaríkjamenn eru með háþróaðar sprengjur, tæki og tól á móti írökum sem eiga ekki einusinni hjálma hvað þá kammefloss shitt...Írakski herinn á ekki möguleika gegn þessu herveldi og nota því öll tiltæk ráð í þessum efnum og er þetta sú hernaðaraðferð sem dugaði best í gær...
Ég er samt ekki með írökum í þessari deilu en ég er ekki heldur með bandaríkjunum...Ég er á móti báðum þjóðarleiðtogum og finnst mér að þeir ættu að taka upp siði vilta vestursins og standa andspænis hvorum öðrum og plaffa hvorn annan til dauða...
Að allt öðrum málum...
Kalli minn vin og félagi er byrjaður að blogga er hann alveg ótrúlega fyndinn og skuggalega steiktur...Kalli, ég les síðuna þína líka, set link á þig hérna vinstrameginn..
Önnur síða hefur verið að skjóta upp kollinum og er það 111reykjavík sem er skuggalega flott síða að hætti Gumma og Balla
Þórey og Erla Sússana fá að sjálfsögðu líka link
Síðast en ekki síst....
Erla Símonardóttir vinkona okkar fellakrakka, er orðin mamma hún fæddi kvenkynsbarn þ.e.a.s. stelpu. Ég frétti þetta þegar ég talaði við vin minn hann Frey sem í Danmörkuni býr um þessar mundir, ótrúleg þessi tækni. Hér með óska ég henni til hamingju.
Helgin helgin...Þ.e.a.s. Laugardagskvöldið og síðari dagar..
Laugardagskvöldið mun vera lengi í mynni mínu, því þá skelltu ég og bræður mínir, þeir Sigurður og Erlendur okkur á Boxið. Ég hafði gert miklar væntinar fyrir kvöldið og verð ég að fullyrða að þær væntingar stóðust, með mikilli sæmd. Við byrjuðum að fá okkur öllara heima hjá Ella. Þegar við vorum orðnir hressir, fórum við á boxið, vorum grand á því og mættum í Jakkafötum, eins og enginn annar í salnum. Við vorum með Gullmiða sem fleitti okkur í sæti nálægt hringnum og héldu margir að um selebritý í boxheiminum væri um að ræða þegar við komum inn með sitthvort fullt glasið af mjöði, en enginn hafði áttað sig á því að það var seldur bjór í sjoppuni. Kvöldið byrjaði á því að íslenska boxstelpan hún Marta keppti á móti kellingu sem heitir Rikke(held ég) og var skemmst frá því að segja að Rikke rústaði Mörtu. Svo liðu bardagarnir hver öðrum betri..einnig runnu bjórarnir í okkar hverkar, hver öðrum betri.. þegar við vorum orðnir svolítið fullir fóru við að öskra inn í hringinn okkur og öðrum til skemmtunar setningar á borð við: "Stebbi Búmmaje!!", "Þessi bardagi fer 14-2 fyrir okkur" og svo síðast en ekki síst þegar hringstelpurnar( gellurnar sem koma með spjöldin sem stendur á hvaða lota sé að fara byrja) stóðum við allir upp einu sinni og öskruðum ásamt allri röðinni okkar(röðin sem við sátum í var áberandi fyllst) "úr að ofan, úr að ofan......" alveg þangað til hún fór niður með spjaldið.. skemmtilegir þessir fullu íslensku áhorfendur hugsuðu örugglega flestir!!!
Svo var ferðinni heitið til hennar Röggu í smá hitting í húsið sem hún býr í og kýs ég að kalla það Röggumensjon héðan í frá!! Það var mjög gaman og margt prófað þar í fyrsta skipti og má þar nefna gufubað í partýi í heimahúsi..
Nú er árshátíðin búin, og verð ég að segja að árhátíðarnefnd FB hafi staðið sig frábærlega í sínum málum. Sýningin var skemmtileg og var mjög skemmtilegt að breyta út af vananum og vera með eitthvað annað en leikrit. Ég held að ég hafi sloppið vel frá þessari árshátíð skandalslega séð, og held ég að ég hafi ekki gert neinn skandal í þetta skiptið...svo að ég viti. Mér kveið svona nett fyrir því að sjá mig renna mér niður brekkuna fáklæddur fyrir framan marga FBinga á risastórum bío skjá...en ég held að það hafi verið bara smá sviðskrekkur í mér, því þetta virtist renna vel í fólk, með bjórnum. Það var lítið um hösl hjá mér á ballinu enda fór allt ballið í að leita af símanum mínum sem reyndist síðar vera í fórum Gunnars Jarls. En Dabbi Vals fór á ostum og náði að hösla og var bráðin engin önnur en Una sem tekin var í Unufelli svo frægt sé orðið..
Í kvöld fer ég á boxið með honum Ella stóra bróður og mun það verða að öllum líkindum magnað. Vonandi verður þetta til að kveikja undir löngun mína um að stíga í hringinn á ný því þetta er rosalegt sport. Stefnan var sett í upphafi að rota prinsinn 7.mars 2007 og er enn möguleiki fyrir prinsinn að koma með kombakk í laugardalshöllinni þá. Þó svo að hann muni tapa, en það er annað mál!
Þegar ég var að fletta í gegnum séð og heyrt brá mér heldur betur í brún, því þar voru staddar tvær vinkonur mínar á síðum þessa merka tímarits. Endilega tékkið á því!!
Að lokum vil ég óska Atla má Jónssyni til hamingju með 21árs afmælið, svo vil ég fá að heyra söguna um hvað stebbi var að gera í gær, það var víst eitthvað rosalegt!!!