Gámurinn á Röstinni  

Gámurinn á Röstinni

 

Jæja þá er það að fara að blogga aftur, og nú á léttunótunum...

Það sem er að gerast á næstaleiti hjá kallinum:
11. ágúst kemur fjölskildan mín heim aftur.
í kring um 21.ágúst byrjar skólinn
21. ágúst á ég afmæli..
8.september fer ég út til krítar!
í kring um 15. desember verð ég stúdent!

jæja nóg komið af kjaftæði, því í dag koma færeyjafararnir heim, en það eru þeir Davíð Valsen Kjerúlf og Haraldur Páll Jonsen. Ég á víst að mæta út á flugvöll kl 1500 að staðartíma á íslandi. Það finnst mér findið því þeir leggja af stað kl 1440 að staðartíma í færeyjum og missa þeir félagar aðeins af 20 mínútum þó þeir séu klukkutíma og 20mínútur í loftinu...föttuði þetta???

Ég var að spá í því að linka á þessa mynd en svo sá ég þessa og gat ekki sleppt henni..


  posted by Dan�el Gunnar @ 12:35 e.h. |


miðvikudagur, júlí 30, 2003  

 



  posted by Dan�el Gunnar @ 2:35 f.h. |


miðvikudagur, júlí 23, 2003  

 

Kæru vinir, félagar og aðrir sem eiga hlut að máli.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja þetta blogg, en eitt veit ég, að í kvöld hef ég misst mjög góðan vin. Fyrir það eitt að vera heimskur, eigingjarn og barnalegur undanfarna tvo daga eða fleiri. Ég hef reynt að gera allt sem í mínu valdi stendur í dag að reyna að koma fram við hann(vinin) eins og ég hefði viljað að hann hefði komið fram við mig. Bara til að bæta honum upp þann skaða sem ég hef unnið honum síðast liðna 2 daga. Ég skil ekki enn hvað það var sem fékk mig til að klikkast svona á laugardaginn, trúlega afbryðisemi. Afbryðisemi er barnaleg. Barnalátunum linntu ekki fyrr en í gær dag þegar ég hafði áttað mig á því að ég var ekki að hugsa rétt. Hvað átti ég með því að snúa laugardagskvöldinu upp í grín á sunnudeginum? Ekki veit ég það, ég held að ég hafi skammast mín svo mikið fyrir þessa hegðun á laugardagskvöldinu að ég hafi reynt að flýja raunveruleikan og reyna að láta þetta líta út fyrir að vera einhverjum öðrum að kenna. Þetta var ekki neinum öðrum en mér að kenna, því ég vissi að ég treysti mér ekki til að fara í afmælið, en fór samt. Ekki veit ég út af hverju. Mér leið illa um leið og ég hafði lokið við að taka bensín og lagði af stað í afmælið. Ég er ekki að kenna neinum um að hafa talið mig á að fara úteftir því ég var ekki sterkari en svo en að láta tala mig til og fara. Láta áhyggjurnar hverfa og reyna að sættast við raunveruleikan. Ég veit að það eru örugglega ekki margir sem vita alveg upp á hár hvað ég er að segja. En ég vona að einhverjir gera það og það séu þá þeir sem eiga hér hluta að máli. Ég reyndi í gær að tala við alla sem ég gerði mein, eða særði með orðum, sem ég mundi eftir. Ég vona að þeir hafi skilið hversu ég iðraðist mikið af gjörðum mínum, þó svo að þeir ekki endilega fyrirgefi mér í bráð, þá langar mig að byðja þá um að reyna að umgangast mig þannig að ég þurfi ekki að óttast þá. Dagurinn í dag er búinn að vera einn sá allra versti dagur sem ég hef upplifað. Mig langar að byðjast afsökunar. Sérstaklega Ragnheiði Bjarnadóttur og Guðmund. Ég veit að ég hef hringt í ykkur bæði til að afsaka mig, Ragnheiði reyndar nokkrum sinnum, en nú er það búið. Þ.e.a.s. ég hef klúðrað algjörlega öllu vinasambandi við Ragnheiði vegna fífldirfsku, barnaláta og klikkunar. Ég veit ekki hvað ég get sagt meira. Óskar og Auður, ég vil byrja á því að þakka fyrir gestreisnina þetta var höfðinglega boðið og var staðið að þessari veislu með miklum sóma. Ég vil byðjast afsökunar á því að hafa eiðilagt stemninguna sem var svo góð enda voru allir í góðra vina hópi þarna. Höddi og Siggi þið vitið hvað ég gerði ykkur og er það óþarfi að rifja það upp, en ég byðst afsökunar. Ég vil þakka Dabba Vals fyrir að hafa bjargað lífi mínu þegar hann lagði heilsu sína að veði við að stöðva Halla Palla, og einnig byðja þá afsökunar á því að hafa ráðist á þá. Kiddi, Hlíf og Halli Palli sorry að ég skildi ykkur eftir en það var það minnsta sem ég gat gert var að láta mig hverfa, fyrir hina sem eftir voru í afmælinu. Stebbi ég vil byðja þig afsökunar á því að hafa ráðist á þig og ég hef örugglega kallað þig ýmsum nöfnum, en þakka þér fyrir að kalla á lögregluna, það var eina rétta í stöðuni. Ég vona að sem flestir lesi þetta og um leið og þeir gera það að þeir hugsi að mér er alvara með þessu bloggi og mun þetta blogg standa efst á síðu minni út þessa viku og svo mun ég ákveða hvort ég muni halda þessu bloggi áfram. Ég er örugglega að gleyma að nefna einhvern á nafn hérna, en það er ekki gert af virðingarleisi heldur þreytu í mér núna....enn og aftur afsakið.

Daníel Gunnar Sigurðsson.


  posted by Dan�el Gunnar @ 2:59 f.h. |


þriðjudagur, júlí 22, 2003  

 



  posted by Dan�el Gunnar @ 3:58 e.h. |


mánudagur, júlí 21, 2003  

 

Þessi helgi var anskoti þétt skal ég segja ykkur! Það var sturtað í sig báða dagana og verð ég að segja að föstudagurinn var betri....þó svo að laugardagurinn hafi ekki verið slæmur. Báðir dagarnir byrjuðu eins, farið til Vals þar voru nokkuð vel valdir kumpánar. Dabbi plöggaði grænleskum kellingum, en rak þær út eftir klukkutíma, því þær voru ekki á sama máli og hann, kallinn er eitthvað slæmur í grænlenskuni. Ég, Ásgeir og Stebbi fórum í bæinn, fórum í einhverja röð sem ég er ekki alveg viss hvar var, við ákváðum að fara í röðina því hún var þarna..Þegar við komum inn fórum við í lyftu og uppá fimmtu hæð fórum út úr liftuni og þar tók meðal annarra Dóra Takadanna á móti okkur, þarna var bara ágætis skemmtistaður í blokk eða eitthvað. Þar fuku setningar á borð við "hey, þú ert svolítið sæt!..notaru colgate dentalfloss?" og fleiri í þessum stíl. Þegar ég kom heim var kelling dauð í sófanum heima, mamma og pabbi voru víst með eitthvað partý...

Á laugardeginum var ég að vinna til 00:00 svo var farið til Vals, þar var múgur og margmenni en ekki bólaði á Ikingútnum hans Dabba. Við héldum í bæinn með tvenn sólgleraugu og prumpublöðru í farteskinu. Prumpublaðran var pumpuð svona rúmlega 157 sinnum upp á klukkutíma og alltaf var jafngaman að tæma hana inní margþröng og benda á einhvern og segja að hann/hún væri argasti dóni. Þannig fór nú um sjóferð þá skal ég segja ykkur...


  posted by Dan�el Gunnar @ 4:56 e.h. |


sunnudagur, júlí 13, 2003  

 

Já...hvað getur maður sagt, ég er bara heima hjá DabbaVals að tjilla því maður er bara síngúl og vitlaus...reyndar er það í þriðja skiptið síðasta hálfa mánuðinn sem það gerist, þ.e.a.s. að maðurinn er síngúl. Merkilegt hvað maður bloggar um ekki rassgat á sumrin, samt er sagt að sumarið sé tími gleði, bjórs, rokk og rúnts. Reyndar fer tími gleðinar að koma aftur hjá mér í sumar þegar mamma,pabbi og siggi halda utan til krítar til að kanna aðstæður fyrir sjálfan djamm.vesturberg.is/dannig/beskadrus því þangað held ég þegar rétt tæpar tvær vikur eru búnar að skólaárinu. Ég hafði hugsað mér að þessi ferð ætti að vera útskriftarferðin mín, þar sem ég útskrifaðist ekki verður þetta bara að vera forskot á útskriftarferðina mína sem verður tími bjórs rokks en ekki rúnts. nenni lítið að vera að tala um hvað ég er að fara að gera heldur ætla ég að vinda mér í liðna atburði síðustu og verstu tíma

ég nenni ekki að skrifa meira....fokking ógeð!


  posted by Dan�el Gunnar @ 10:13 e.h. |


fimmtudagur, júlí 03, 2003  
Powered By Blogger TM



<