Senn líður að prófum, með prófunum fylgja allskonar afbryðilegir lífshættir...allavega hjá mér...ég hef haft það fyrir reglu að gera alltaf það sama fyrir hvert próf. En eins og svo margir reið ég ekki feitum hesti á síðustu önn í prófunum svo ég hef ákveðið að búa til nýjar reglur...
Þær sem voru í fyrra:
1. Fara í sturtu áður en ég legg af stað
2. Ekki borða neitt áður en ég fer út úr húsi heldur koma við í bestu verslun landsins til að fá mér snæðing
3. Leggja bílnum á þvottaplani shell og horfa yfir Reykjavík í svolitla stund
4. Setja á lag númer 6 á geyslaspilaranum frá select og að skólanum...ef lagið er ekki búið þá bíð ég stæðinu og hlusta á lagið til loka
5. Legg í kennarastæði
6. Fer fyrir utan aðalinngang skólans og reyki eina sígarettu
7. Nota aldrei sama pennan í tveimur prófum heldur skil ég eftir pennan í bílnum eftir prófið (þeir eru reyndar þar ennþá)
Nýju reglurnar:
1. Hlusta á lag númer 1 og 2 af nýja disknum með muse á leiðinni í skólan og svo 3 og 4 í því næsta og svo koll af kolli
2. Leggja í stæði fyrir fatlaða nemendur
3. Reykja í bílnum áður en ég fer útúr honum
4. Vera í Iker Castillas treyjunni minni í öllum prófum
5. Drekka eina coke dós í hverju prófi
6. Blogga í skólanum áður en ég fer í prófið (bara svona til að láta ykkur vita hvernig stemmarinn er hjá mér)
7. Reyna að ná alltaf sama sæti í stofuni og ég settist í fyrsta prófinu (sömu staðsetningu í stofuni)
.....djöfull er ég alvarlega klikkaður núna
....ég vona samt að þetta virki svo ég sé ekki að fara að fara ganga um ganga skólans á næstu önn..
posted by Dan�el Gunnar @
4:58 e.h. |
|
fimmtudagur, nóvember 27, 2003  |
Í gær lennti ég í smá óhappi...varð bensínlaus...nóg um það!
posted by Dan�el Gunnar @
1:55 e.h. |
|
 |
Já...í dag er ég sáttur maður og samhvæmt útreikningunum mínum í gær þá stóðst ég stærðfræðiprófið svo ég þarf ekki að hugsa meira um þann viðbjóð það sem eftir er af minni skólagöngu í FB...ég vona að þessi skólaganga sem eftir er, verði bara tvö skref...þ.e.a.s. dagurinn á morgun og föstudagurinn..Auk þess að ég sé búinn með stærðfræði er ég einnig útskrifaður úr knattspyrnuáfanganum með sæmd..svo er bara að tækla hina áfangana...sem verður ekkert mál!
Talandi um Survivor þá finnst mér að Rupert eigi að vinna en hann getur það ekki...nema að það verður svona WildCard eins og í Idolinu, ef það gerist þá vona ég að hann berji skátakellinguna því að skátar eru heimskt fólk...eða þá að hann taki þátt í Survivor punktur is fyrir þá sem eru tapsárir...
Talandi um Idolið þá tók Tinna Marína þátt í ungfrú Reykjavík...það finnst mér svindl...mér finnst líka reyndar svindl að hún tók þátt í Idol í fyrirtækinu mínu og hún er ekki einusinni að vinna þar....þannig að tæknilega séð vann ég hana...
Ég er ekki með neina krassandi sögur í dag en hver veit hvað kvöldið ber í skauti sér...
posted by Dan�el Gunnar @
3:41 e.h. |
|
miðvikudagur, nóvember 26, 2003  |
Helgi!! rétt búin og Valur tekinn við, ég er hættur að kalla virka daga Hróbjartur. Enda er Hróbjartur greyjið ekkert að skjóta á mig sambandi við það eins og maður að nafni Valur...svo Valur fær heiðursnafnbótina: að vera kallaður eftir virkum leiðinlegum dögum...Valur, þú kallaðir þetta yfir þig!
Að öllu gamni slepptu er ekki annað hægt en að verða svolítið stressaður yfir þessum blessuðu Stúdentsprófum sem eru að gera mig tjúllaðan...eins og alþjóð veit er ég að glíma við þau í annað sinn og er það ekkert sem heitir núna, en að ná þessum blessuðu fögum í eitt skipti fyrir öll. Guð gefi það að Jesú spænskukennarinn minn verði mér hliðhollur á prófdaginn, þegar ég mæti í markmannstreyju uppáhalds liðsins hans Real Madríd...Ef ég næ báðum spænskuprófunum sem ég fer í, get ég lofað þér því að það verður ekkert annað gert í stúdentsveislunni minni en drukkið ískaldur San Miguel. Því miður er ég búinn með alla Dönsku svo það verður líklegast ekki Tuborg gamli eða frændi hans Carlsberg...Ég var í stærðfræði prófi í morgun og reikna ég með því að ég nái því prófi og þar með áfanganum...annars verð ég að deila stærðfræðiprófinu einhverstaðar á próftöfluna og reyna að margfalda einkuninna eitthvað...(djöfull var þetta orðið svaka þreytt). Sagan segir mér að sagan muni eitthvað vefjast fyrir mér enda er ég ekki góður að segja sögu hvað þá læra hana.(núna er ég hættur með þessa brandara..) ég vona allavega að ég sé að fara bjóða þér í stúdentsveisluna mína 19desember...þ.e.a.s. ef ég þekki þig og þú ert með boðskort þá ertu velkomin/n
Þið hin farið í rassgat..(þið sem tókuð þetta til ykkar þá er ég ekki búinn að bjóða, ætla ekki að gera það fyrr enn húfan er garenteruð)
þið hin getið samt farið í rassgat!
posted by Dan�el Gunnar @
4:26 e.h. |
|
þriðjudagur, nóvember 25, 2003  |
Það er ekki laust við að maður hafi skellt sér á djammið um helgina...og auðvitað var maður hundeltur af Papparazzium út um allt þetta er geðveiki...1 2 ég sem ætlaði að vera edrú þangað til ég yrði stúdent..engu að síður gef ég þessari helgi hálfa stjörnu af 5 mögulegum...svo gef ég stebba eina mínútu af mörgum mögulegum í bænum
Djöfull var ég fullur á Ísland skotland leiknum og greinilega Ralph vinur minn líka sem er frá skotlandi...
Hey i just found my old wallet with your email address...
where did i meet u ? iceland?
regards
Ralph
Þessir skosku fjandar eru ekki eins nískir og heimurinn vill meina, því á tímabili var ég Halli Palli komnir með sitthvorar 5 krúsirnar af bjór og enduðum við á kaffi Strætó ef ég man rétt...
posted by Dan�el Gunnar @
2:00 e.h. |
|
mánudagur, nóvember 24, 2003  |
Þegar ég frétti af því að Garðar Gunnlaugsson væri herra ísland varð ég hneikslaður...því menn eins og hann eiga ekki að taka þátt í svona keppnum...ég tel að hann hafi fengið of mikla fjölmiðlaathygli í sumar fyrir að vera með Ásdísi Rán, skora í bikarleiknum og vera bróðir misheppnuðu sköllóttu tvíburana. Hann á bara heima í séð og heyrt. Þetta yrði álíka eins og að wayne Rooney myndi taka þátt í Herra Bretlandseyjar..
ég held að það efist enginn um það að hann muni ekki rúlla upp Herra heimur!
posted by Dan�el Gunnar @
8:05 e.h. |
|
föstudagur, nóvember 21, 2003  |
Í dag er skólinn nett mettaður af áfengisanda því í dag er dimmisjón í FB. Og örugglega í fleirum skólum líka...á þessari önn er ég að útskrifast og ætti því að vera í kærleiksbjarnarbúning, blind fullur að hrella samnemendur mína með því að brjóta eins og eitt myndvarpaborð og segja lélegan brandara á borð við: Hvað er uppáhalds snakkið hans Ólafs Ragnars Grímssonar? (svarið er neðst í blogginu) en nei ég tel mig ekki þurfa að dimmitera á þessari önn þar sem ég geri slíkt á síðustu önn...það sem gerðist í fyrra í grófum dráttum bendir til þess að ég eigi ekki að dimmitera í þetta skiptið enda held ég að eitt skypti sé alveg nóg...Þetta gerðist: mætti útí undirheima um klukkan 9 og strax búinn með 2 bjóra, varð blindflullur fyrir klukkan 12 og gat varla gengið á milli stofa, svo ég brá á það ráð að taka myndvarpaborð ófrjálsri hendi og settist á það og lét ýta mér um skólan. Eftir mikla bjórdrykkju varð ég orðinn frekar þungur og braut borðið...ég hef ekki sagt neinum frá þessu svo það er eins gott að þú þegir yfir þessu...svo fórum við útí íþróttasal til að heyðra kennarana..sem mér finnst reyndar alveg tilgangslaust, því ef að þessir kennarar væru góðir yfir höfuð, hefði ég orðið stúdent eftir 8 annir en ekki 11...þessi serímónía er líka drulluleiðinleg og alltaf alveg eins. Ég brá þá á þann leik að segja brandaran sem kom hérna fram fyrir ofan (snakkið hans Óla Ragga) bara til að skemmta þeim sem horfðu á því ég hafði verið í þeirra sporum heilar 9 annir á undan. Við miklar undirtektir hlóu tveir Stebbi og einhver annar sem ég man ekki hver er sökum ölvunar. Mér var bent prúðlega af áfangastjóra að ég yrði að sleppa bjórnum á meðan ég talaði í míkrafónin.
Svo var haldið niður í bæ...á þessu tímabili er mynnið mitt frekar gloppótt en ég man þó það að ég lá meiri hlutan á Ingólfstorgi syngjandi "er það minn eða þinn sjóhattur" með Örvari, Boga og Lalla Johns. Svo fór ég í ríkið því kassinn sem ég keypti var að verða búinn um klukkan 4 þar hitti ég hina forn-frægu hljómsveit The Boys sem tryllti litlar smápíkur fyrir 10 árum síðan...stelpan sem ég fór með í ríkið rændi rauðvínsflöskuni sem annar hljómsveitameðlimurinn var að borga fyrir á kassanum svo hún rændi ekki af ríkinu tæknilega séð heldur af hljómsveitinni The Boys..Eftir það húkkaði ég mér far uppí breiðholt og gekk það ágætlega...
ég hélt svo áfram að drekka og nú af nýja kassanum sem ég keypti mér í ríkinu stuttu áður...ég var svo upptekinn að teyga mjöðinn að ég missti af rútuni til hveragerðis...einhvernveginn komst ég samt til hveragerðis með kassan minn. Áður en ég fór að borða ákvað ég að skella mér í laugina og fara í rennibrautina allsber því maður rennur miklu betur í þannig búningi..ég fór allt of hratt og fékk glóðarauga vegna krapprar beygju í brautinni sem tekin var á ofsa hraða...þegar ég kom svo loksins í matinn, allt of seint þurfti ég að sitja við kennaraborðið sem var eina borðið sem var með auðan stól. Ég hlammaði mér niður í stólinn og bauð góða kvöldið, allir buðu góðakvöldið nema aðstoðarskólastjórinn sem spruði mig að því hvernig rennibrautarferðin var...ég ákvað að fara frá borði og halda áfram með kassan minn...þegar kassinn var búinn fór ég heim...
svarið við gátuni er DORRRRRíííííiítooos!!
posted by Dan�el Gunnar @
1:37 e.h. |
|
 |
Nú er kominn hiti í leikinn...Vinkona hennar Gúríar, hafði samband við mig í gegnum e-mailið mitt og spurði mig að því hvort mér væri illa við útlendinga...já mér er illa við allan heiminn fyrir utan þessar 250 þúsund(nokkrum þúsundum til eða frá) hræður sem eru að sama kynstofni og ég...þess vegna er mér líka vel við vestur-íslendinga þó svo að þeir séu föðurlandssvikarar...nei nei en án gríns finnst mér vera asnalegt að útlendingar keppa í íslenska Idolinu rétt eins og þegar útlendingar taka þátt í ungfrú Ísland...nóg um það..
Ég fór í leikhús í gær og fór ég á veisluna. Þó svo að ég hafi farið einn og setið einn míns liðs í leikhúsinu var það bara mjög gaman...ég held að ég sé samt ekki að fara að gera þetta að reglu að fara einn í leikhús eða bíó..ég hefði alveg verið til í að sjá hinn helminginn(ég tel að við séum jafn góð) í auða sætinu við hliðina á mér..Þetta var magnað leikrit og lifði maður sig mjög inní söguþráðinn og langaði manni ekkert til að klappa fyrir pabbanum í lokin...
Nóg um það...það var jólahlaðborð í FB í dag og verð ég að segja að ég hafi verið mjög svekktur þegar ég uppgötvaði að ég hafi ekki unnið möndlugjöfina sem var 15000 kjall frá búnaðarbankanum....ekkert fyllerí um helgina semsagt!
Á morgun er Idolið(mér finnst ég alltaf vera að tala um Idolið) þá fær fólkið sem íslenska þjóðin hefur hafnað í símakosningum annað tækifæri til að verða Stjarna íslands/færeyja. Mér finnst þetta alveg glatað...þegar ég tók þátt í Idol keppninni hjá fyrirtækinu mínu fékk ég ekki annað tækifæri þó að ég hefði ekki komist í fyrstu 3 sætin...Þið Idol stjörnur sem komist ekki áfram, ég er með eina góða hugmynd fyrir ykkur: Búið til Idol.is stjörnuleit og farið í þá keppni...það gera að minnsta kosti þær fegurðarkandídatar(ekki drottingar, því þær unnu ekki) sem duttu út úr aðalkeppninni og fóru í ungfruislanddottæ-s.
Nú er ég að spá í að taka þátt í mondlugjof-fb.is kannski að maður vinni þá keppni..
Mynd sagði vinkona Reifpúllana:
Hér er Andrés knapi á gæðingnum Nilla Narra frá efra-Breiðholti á miklu brokki
posted by Dan�el Gunnar @
2:25 e.h. |
|
fimmtudagur, nóvember 20, 2003  |
Jæja...ég held að síðasta blogg mitt hafi skilað því markmiði sem ég setti mér...GÚRÍ(reynið að lesa þetta svolítið bjagað) datt út. Ég er samt ekki sáttur því hún fékk að syngja, ég er að spá í því að mæta niður í smáralind á úrslitakvöldinu klæddur í Íslenska þjóðbúninginn og fagna nýju íslensku Idol stjörnuni sem mun verða annaðhvort Helgi Rafn eða stelpan frá Akureyri sem söng lagið yellow með Coldplay..ég held að járnbrautateinarnir nái ekki að vinna þetta, þó að hún hafi sungið lag með Megasi síðast og rifið kjaft við Bubba sem er bara gott! Ef að ég væri í Idol myndi ég syngja textan Stál og Hnífur við lagið Eitt lag enn þá fengi ég góða dóma og myndi verða næsta poppIdol Íslands...
Nóg um Idolið...ég fór með foreldrum mínum og bróður að skoða nýja hreysið okkar(væntanlega) sem staðsett er í Árbæ. Mér leist nú bara ágætlega á skuðið. Og er ég hálfpartinn farinn að hlakka til að fara að flytja þangað, þó svo að ég eigi eftir að eiga heima svolítið frá gettóinu. Eftir innlitið og eftir að hafa skoðað útlitið á íbúðinni ákváðu mamma og pabbi að fara að sýna okkur hvað væri í nágreni íbúðarinnar...okkur til mikillar hamingju bennti mamma okkur á Skalla, Árbæjarlaug, Fylkisvöllinn, Shellstöðina, Vífilfell og fleiri önnur skemmtileg kennileyti í árbænum sem við vissum ekki af...núna líður mér miklu betur og er loksins orðinn sáttur við að flytja úr brekkuni..
Eitt skemmtilegt samtal að lokum:(sem ég er reyndar að stela frá vini mínum...)
Dularfullur maður í bíosal: Danni? Áttu betri helming?
Danni: Já Valur... það á ég....
posted by Dan�el Gunnar @
2:18 e.h. |
|
miðvikudagur, nóvember 19, 2003  |
Já...þá er það Idolið á morgun. Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að reka einn keppandan úr stjörnuleitinni. Af því að minn uppáhalds keppandi var rekinn út um daginn fyrir umfjöllun um hann í einu af staðarblöðum landsins. Ég hef fengið í viðtal til mín keppanda og ætla ég að athuga hversu megnug þessi síða getur orðið....keppandinn vildi ekki láta nafn síns getið sökum þess að hann er hræddur um að vera rekinn...gjörið þið svo vel!
Nafn: ehhhehhe þú nærð mér ekki svona auðveldlega...ég fer ekki að falla á fyrstu spurningu...ég skal samt gefa þér vísbendinu...ef þú myndir heyra nafnið mitt myndiru halda að ég væri búin að ríða Guði...hehhehhe
Hvaðan ertu?: heehe...Þessi spurning myndi líka algjörlega henda mér úr keppninni því ég er ekki frá Íslandi...
Er einhver hljómsveit/söngvari sem þú lítur upp ti?l: já það er hljómsveitin Týr, Eyvör Pálsdóttir og Brendur Enni...en aðal átrúnaðargoðið mitt er kærastinn minn, Jákúp á Borg sem er geðgt góður tuðrusparkari sem spilar með B36 í heimalandi mínu!
Hefurðu komið fram eitthvað opinberlega?: Já ég er búin að vera að troða upp á Ólavsvökuni undanfarin þjú ár...
Hvað eldaðir þú síðast?: uuuuhhh maður eldar ekki skerplukjöt..hehehe en það er allavega það síðasta sem ég borðaði á eyjuni sem ég bý á! heheheheh...
Myndiru segja að þú værir fræg í heimalandi þínu?:hehehhe...það eru allir frægir í landinu sem ég bý í eða öllu heldur eru allir þekktir því við erum svo fá sem búum þarna...meira segja þekkja flestir kyndurnar með nöfnum og er það stórfrétt þegar lamb fæðist í landinu.....þá fara allir að húsinu sem lambið fæddist og þar haldin veisla og drukkinn Portari og Vargur (það eru vinsælustu bjórtegundirnar í landinu) fram á rauða nótt, heheheh....
Líturu á þig sem frelsishetja landsins sem þú kemur frá?: Ég ætla allavega að gera allt í mínu valdi stendur til að losa eyjuna undan oki Danaveldis! ef ég vinn Idolið ætla ég að búa til plötu sem mun heita Frelsum kindaeyjur!
Eitthvað að lokum?: Mér finnst gegt asnalegt að stöð2 næst ekki í færeyjum!
posted by Dan�el Gunnar @
2:07 e.h. |
|
fimmtudagur, nóvember 13, 2003  |
Já..eitthvað gerðist þegar ég var að setja inn myndina frá dabba í síðasta bloggi en hérna kemur hún...gjörið þið svo vel!
já hann Dabbivals er sniðugur!
posted by Dan�el Gunnar @
5:27 e.h. |
|
miðvikudagur, nóvember 12, 2003  |
Djöfull er tækniheimurinn sniðugur....þú getur bara farið á heimasíðu og fyllt út smá próf sambandi við kynlífshegðun og þá færðu að vita hvort þú sért að gera rétt og ef ekki þá færðu bara ráðleggingar þetta er hörku sniðugt dæmi..ég þurfti örlitlar ráðleggingar en mér var sagt líka að ég væri eins og stóðhestur í hænsnakofa(?) og þyrfti ekki endilega að fara eftir þessum ráðleggingum en mér var sagt að þetta myndi krydda þetta örlítið og hver hefur svosem ekki gaman af smá kryddi í kynlífi...ég bara spyr
Mæli með þessu og fynnið út hvað henntar ykkur best. Ýtið hér til að taka testið
posted by Dan�el Gunnar @
5:19 e.h. |
|
fimmtudagur, nóvember 06, 2003  |
Ég var alveg búinn að gleyma því að ég var með síðu sem var eitthvað mislukkuð....allavega týndi ég lykilorðinu af henni um leið og ég var búinn að búa hana til en ég náði að blogga einu sinni áður en það gerðist...hér getið þið séð það..
Ég er frekar að hugsa um að skrifa svona sögur eins og blogginu hér á undan reglulega en að henda þeim öllum í eina bendu...sendið mér e-mail ef þið viljið að ég skrifi fleiri svona sögur, eins ef þið hafið sögur sem þið viljið að ég byrti, það þarf ekkert endilega að vera "lógu" sögur bara svona skemmtilega vandræðalegar sögur og auðvitað er heitið nafnleynd...bæði sendandans og gerandans...ef það er ekki einn og sami maðurinn...
posted by Dan�el Gunnar @
5:05 e.h. |
|
 |
Mig hefur langað að verða meira svona "brútal bloggari" en þar sem það leynist inn á milli fólk sem ég þekki ekki mjög vel sem les síðuna mína. Hef ég alltaf verið frekar hræddur um að ég lækki í áliti hjá þeim hópi....einhverstaðar verður fólk að vera sem heldur að ég sé fullkomlega heilbrigður....Þannig að í þessu bloggi ætla ég að skrifa nokkrar sögur sem er ekki um mig heldur um fólk sem ég þekki og sumt um fólk sem ég þekki ekki...þær sögur hef ég heyrt frá þriðja aðila, jafnvel fjórða eða fimmta, jafnvel sjötta svo þær eru kannski ekki alveg réttar og sumar kannski svo langt frá veruleikanum að þær eiga ekki við nein rök að styðjast....ég reyni líka að auka skemmtanagildi þeirra aðeins...
Saga nr1. Litli íslendingurinn
Þessa heyrði ég ekki fyrir svo löngu síðan: Flestir karlmenn nota klósettpappír eða eitthvað sem er hendi næst til að þurka sér með, eftir samfarir við hendurnar á sér. Aðrir nota alltaf það sama, t.d þvottapoka(ég nota yfirleitt smirnoff barhandklæði), sokk, gamlar nærbuxur eða jafnvel bol sem er einhverstaðar krumpaður inni í skáp og orðinn gulur og harður af ofþurrkun....Þessi saga fjallar um einn slíkan bol. Þannig er mál með vexti að fyrir all nokkrum árum var 14 ára strákur sem hafði ný uppgötvað á sér "bjúgað" og "uppstúfið" sem fylgdi þar á eftir þegar leikið var við það. Hann fékk bol frá ömmu sinni að gjöf nokkru áður en þessi saga varð að veruleika. Þegar hann hafði eittsinn lokið við að búa til uppstúf, einn með sjálfum sér inni í herbergi hjá sér, blasir við bolurinn sem amma gamla hafði gefið honum...eins og gefur að skilja eru ömmur ekki með sama fatasmekk og 14 ára sjálfstæðir strákar sem geta "uppstúfað"...svo hann fann tilgang fyrir þennan hvíta ömmubol og þurkaði sér í hann. Honum fannst þetta ótrúlega góð hugmynd svo hann ákvað að geyma bolinn inni í skúffu sem hann vissi að mamma sín myndi ekki fara í, því þetta var einskonar draslskúffa sem hann geymdi alla gömlu starwars-, he-man kallana og maxbox bílana sína í. Svo heldur hann áfram að þurrka sér í bolinn sinn reglulega einu sinni til þrisvar á dag, alla daga vikurnar í nokkra mánuði. Nú var ástand bolsins orðið frekar slapt þar sem hann var allur orðinn mjög harður, krumpaður og gulur (fyrir þá sem vita ekki þá breytist "uppstúf" í miklu magni á svolitlum tíma á flík úr því að vera hvít og blautt í gult og hart, Monica Lewinsky ætti að vita það:) nema hvað...eitt skiptið þegar hann vaknar til að fara í skólan er hann með morgun bóner. Hann ákveður að kyppa í og nær í bolinn og þurkar sér á eftir...fer fram og fær sér Cheerios og spjallar við mömmu sína um heima og geima. Nú kemur litla systir hans 7 ára gömul með bolinn fræga fram og spyr mömmu sína afhverju bolurinn sé svona gulur, harður og krumpaður....Mamman lítur á son sinn eftir að hafa skoðað bolinn og segir með brosi á vör: "þetta eru allt litlir íslendingar sem bróðir þinn er að framleiða í herberginu sínu á kvöldin..." Ekki fylgir söguni hvort hann kláraði Cheeriosið og hafi síðan farið skólan...ég hefði frekar drifið mig út....með bolinn og skilað honum til ömmu og sagt að ég sé hættur að nota hann...
Talandi um svona sögur mynnir mig á að DabbiVals átti afmæli um daginn, þann 4 nóvember...starfsmenn Dannig.blogspot.com óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með afmælið og byðjumst velvirðingar á seinagangi þessa heilla skeytis..

posted by Dan�el Gunnar @
2:52 e.h. |
|
 |
ég er að breyta linka-draslinu hjá mér...taka út þá sem eru ekki að standa sig í stykkinu í blogga og breita linkunum aðeins...Mæli með því að þið lesið síðuna hans Togga því sögurnar hans eru hreinir gimsteinar!
posted by Dan�el Gunnar @
2:27 e.h. |
|
miðvikudagur, nóvember 05, 2003  |
Jæja...þá er Helgi farinn...hann fór í morgun um leið og ég vaknaði og kom þá Hróbjartur aftur... Hversvegna Hróbjartur?? spyrjið þið þá kannski...vegna þess að Hróbjartur er langt og leiðinlegt nafn sem er alveg eins og virkir dagar...langir og leiðinlegir...maður er strax farinn að bíða eftir að Hróbjartur fari heim til sín og nái í hann Helga..Nóg af kjaftæði..
Á laugardaginn var farið í 25 ára afmæli til Dabba Dicanio í Fjölnisheimilinu. Þar voru veitingar í boði í föstu formi og vakti það mikla lukku hjá mér enda er Dabbi alveg úrvals cock-ur. Um leið og ég þakka honum fyrir mig, ætla ég að óska einum af mínum allra besta vini, honum Stefáni Helga Gretarsyni til hamingju með 21 árs afmælið. Sá maður er helst þekktur fyrir að vera mikill glaumgosi og sést oftar en ekki á Celtic Cross og fleirum skemmtistöðum í borginni um helgar. Hann þekkir félagsbústaði reykjavíkur eins og lófan sinn, vegna vinnu sinnar og getur bent þér á einn í að minnsta kosti 100 metra radíus um gervalla Reykjavíkurborg. Þegar Stefán var 14 ára gamall vissi ég ekki mikið um kauða..en þegar ég kynntist honum betur í 10. bekk sá ég að hann var ekki bara einhver strákur sem var yfir meðalhæð sem talaði bjagaða íslensku(sorry stebbi) heldur vitleysingur sem fittaði svona líka vel inn í okkar stóra vinahóp og þar hefur hann verið síðan, alveg allsgáður allan tíman....ég hafði nú ekki mikinn tíma til að skrifa einhverja stórræðu um þig Stebbi þó að þú eigir það nú fyllilega skilið....enn og aftur til hamingju fánaberi
posted by Dan�el Gunnar @
4:48 e.h. |
|
mánudagur, nóvember 03, 2003  |
Jæja...þá er maður enn einu sinni kominn fyrir framan tölvuna að fara að skrifa krassandi sögur um morgundaginn...ha? Í gær ætlaði ég að fara til Dabba Tvíburabróðurað drekka smá mjöð og horfa á Idolið. En það vildi ekki betur til en að áfengi elexírinn rann hratt í munninn minn og varð hressleikinn alltaf meiri og meiri eftir því sem leið á kvöldið. Ég náði þó aldrei að sjá hver komst áfram í stjörnuleitini -en ekki örvænta því mamma sagði mér það í morgun! Djöfull elska ég þetta járnbrautarslys sem komst áfram, hún er sko með bein í nefinu og stál í kjaftinum!
Nóg um það, eftir 2kyppur af bruggi var haldið í bæinn og varð Kaffibarinn fyrir valinu, -já kaffibarinn hans Guðna! Þar voru margir úr FB og verð ég að segja að þetta er staður sem ég ætla að fara aftur á. Ekki Celtic, ekki sólon, ekki Hverfisbarinn....Kaffibarinn og held ég að hann verði aftur fyrir valinu í kvöld ef ég fæ einhverju um það ráðið...
fílaða!
posted by Dan�el Gunnar @
6:24 e.h. |
|
laugardagur, nóvember 01, 2003  |