Ég verð að segja það að lífið væri auðveldara ef maður ætti svona eins og einn lappara eða svo, með ADSL IV. En nei það eina sem ég hef um þessar mundir eru tövurnar í skólanum, en þær virka ekki lengur fyrir mig þar sem ég var skráður útskriftarnemandi á síðustu önn og hefur öllum útskriftarnemum verið delítað út úr tölvukerfi skólans. En eins og alþjóð veit, tókst mér ekki að útskrifast í vor og er ég því ennþá í skólanum, án tölvuaðgangs og get því ekkert bloggað! Niðurstaða: ég hef því ekki einusinni tölvurnar í skólanum…!
Skólinn er byrjaður og kellingarnar streima í skólan að morgni dags flottari en nokkru sinni fyrr. Ég er að hugsa um að láta skólayfirvöld afmá skólaferilinn minn svo ég geti notið þess næstu fimm og hálfu árin(?)að bera augun á það sem guð skapaði á eftir manninum til að horfa á og hafa gaman af, Kjellingar, maður fær bara hreinlega ekki nóg af þeim..
Þann tuttugasta og fyrsta ágúst síðastliðin var haldin afmælis/bjórkvöld Danna/FB þar ætlaði afmælisbarnið að sko aldeilis að koma maður eigi einsamall af þeirri skemmtan, allt kom fyrir ekki. Þannig að það(afmælisbarnið) tók sig til og tók af sér allt hárið ásamt betri helming Pro et Contra honum Halla Palla. Og líður hausnum á þeim eftir atvikum bara nokkuð ágætlega…þeir hafa ekkert fengið út á það ennþá en málin eru í vinnslu hjá þeim báðum.
Á morgun mun ég hitta fyrverandi, fyrverandi kærustuna mína hana Júlíönnu og höfum við mælt okkur mót í bænum og ætlum við að spjalla um daginn og veginn og það sem hefur borið á daga okkar síðan við hittumst síðast, það verður afar forvitnilegt en án efa mjög skemmtilegt því þar er klassa skemmtileg hnáta á ferð! Læt ykkur vita!
Í dag er 14 ágúst...hvað er svona merkilegt við það? Það er nú kannski ekkert merkilegt við það. Eða ykkur finnst það kannski ekki. En mér hefði fundist það ef ég hefði ekki hætt með Júlíönnu, fyrir tæpum 2 árum síðan því í dag værum við búin að vera saman í 4 ár. Djöfull er ég geðveikur maður. Vika í afmælið mitt! sem verður haldið á L.A. Café á fimmtudaginn 21.ágúst, ef það verður bjórkvöld hjá FB. Tilboð á barnum Bjór og Skot á 500. Þetta er í raun bjórkvöld hjá FB en það er á afmælisdeginum mínum svo það er bara massa stuð!
Ég náði í stundatöfluna mína í gær, mér finnst hún frekar fátæklingsleg svona miðað við þetta helvíti í fyrra þegar ég var með 29 einingar en núna er ég bara með 15 og má falla í einu...svo þetta eru bara tólf og svo er það leikfimi sem maður þarf bara að mæta í. Enginn ásgeir sögukennari á stundatöfluni, hálfsmánaðar utanlandsferð í byrjun annar, nefndarferð, besta Pro et Contra blað sem skólinn hefur alið af sér frá upphafi, Dabbi Vals í skólanum, ég er á lausu, getur þetta orðið betra? já, það getur það...því ég mun sárt sakna tveggja vina minna sem eru útskrifaðir en þeir eru, eins og kunnugt er: Valur kennari Gunnarsson og Stefán rafvirkjasmiður Helgi Gretarsson. ÚÚÚÚÚÚÚÚÚfffff svaka kellingar að labba fyrir utan gluggan hjá mér, verð að fara...
Kristín Arnalds hringdi í mig í morgun og var að mynna mig á það að ná í stundatöfluna mína milli 9 og 13 í fjölbrautaskólanum í breiðholti á morgun (miðvikudaginn 13 ágúst) töflubreitingar verða dagana 14 og 15 ágúst...á meðan ég hef skrifað þennan texta hef ég dottið 6sinnum út af netinu djöfull hata ég þetta helvítis, djöfulsins andskotans netkort í tölvunni hans siggga!!!
í gær var mjög góður dagur, ég fór niður í plúsferðir og borgaði afganginn af utanlandsferðinni minni. Krít. Þetta verður algjör snilld! Á meðan sveittir nemendur á íslandi leggja leið sína í skólan klukkan 8 að morgni, er ég á leiðinni heim af djamminu. Stoppa við í sjálfsala sem er ekki svo langt frá hótelinu, tek klink úr vasanum sem ég hefði notað til að kaupa kaffi í mötuneytinu(ef ég væri á skerinu) og set það í sjálfsalan....plaff! ýti þéttingsfast á Carlsberg takkan og næ mér í einn kaldan áður en ég sendi vinum mínum á klakanum sms og býð þeim góðan dag og bið þá um að skrópa ekki í skólanum...ég sé eylandið fagra í hillingum kannski ekki skrítið því mamma, pabbi og siggi eru þar og ekki svo ýkja langt þar til ég fæ að skoða eyjuna í albúminu í stofunni í faðmi fjölskildunar.
Að allt öðru málefni: Á síðasta ári, að ég held í nóvember var ég einn kaldan eftirmiðdag að gangi á bílaplani FB að leita að bílnum mínum...það er ekki frásögufærandi því ég var alltaf að gleyma hvar ég lagði kvikindinu. En allavega þá mér til mikillar armæðu tek ég eftir því að afturljósið á bílnum mínum var brotið. Það var hola í því. Í Janúar átti ég að fara með bílinn í skoðun því númerið endar á tölustafnum 1. Ég lét ekki verða af því þá, því ég vissi að þetta væri til þess að ég fengi ekki skoðun á bílinn. Það er að segja gatið á ljósinu. Í dag fór ég að kaupa nýtt ljós á hvíta-glymskrattan, næstum því ári eftir. Sagan er ekki öll Svavar minn! Ég hringdi niður í umboðið til að tékka á því hvað eittstykki bakljós hægra megin kostaði. 8.972kr, ég hélt nú ekki ég myndi frekar kaupa mér bjór og leggja bílnum fyrir fullt og allt en að kaupa þessa helvítis ljósakrónu! Ég ákvað því að fara niður í Bílanaust því ég var staddur í nágreninu og viti menn ljósadraslið þar alveg eins kostaði 2.492kr. Var hitt ljósið búið til úr gulli, veit ég ekki. En með þessari dæmisögu vil ég koma á framfari að: Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið verslið varahluti!
Í kvöld fór ég til Stebba og grillaði ég þar ásamt Kalla, Dabba Vals, Kidda, Hlíf, Selmu, Kareni og að sjálfsögðu Stebba gestgjafa og þakka ég honum boðið.
Í gær hófst keppni milli mín og Stebba. Hún er þannig að þegar annarhvor okkar situr og er að gera númer 2. Hringir sá hinn sami í hinn aðilan. Tek dæmi: Ef ég er staddur í Smáralind og þarf allt í einu að, skulum nefna það að gera númer tvö..Þá einfaldlega finn ég mér næsta salerni sest á það(ég held að þið vitið hvernig farið er að þessum parti), þríf upp síman og hringi og segi 1-0, þannig hef ég skorað! Og þannig hófs keppnin. En svona til að segja ykkur það þá er staðan í einvíginu 1-1. Hann jafnaði metin á markaklukkutímanum rétt fyrir klukkan 8 að mér mynnir.
Ég er að spá í að fara í nokkur svona einvígi því ég tel mig hafa mjög góðar hægðir, því gæti ég orðið nokkur sleipur í þessum keppnum. Það eina sem vantar er nafn á þessa keppni og nokkrar reglur til að hafa þetta svona keppnishæfa grein. Ég sting upp á að keppendur setji sér tíma ákvörðun á einvígið t.d. viku, hálfan mánuð eða mánuð ég er að hugsa um að tala við Stebba og byðja hann um að hafa þetta einvígi í hálfan mánuð. Bara svona til reynslu. Auðvitað er hægt að hafa þetta í jafnvel ár eða lengur en ég held að þá fari nú staðan að gleymast þegar hún er orðin svona 174-162 öðrum hvorum í vil og getur það endað með skítkasti hvorum í annan, ef ekki er vel haldið um skorið. Ef leikmaður gleymir að hringja í andstæðing á meðan atlotinu stendur þá hefur hann fyrirgert rétti sínum á stigi, það skiptið og verður að fara að safna í næstu atrennu...þetta eru einu reglurnar sem mér dettur í hug á þessu stigi málsins. Eitt skal þó nefna, og það er að það sé borin algjör virðing gagnvart andstæðingi sínum og svindl ekki í hávegum höfð, enda fer manni ekki að gruna að andstæðingurinn sé hreinlega kominn með malaríu ef hann er að skora meira en þrennu á dag með tilheyrandi stoðsendingum? ja, ég spyr. Verð að fara að hætta, því ég er að fara að skora! ég mun koma með fréttir af og til af þessari keppni á næstu dögum...