Góðan daginn og gleðileg jól öllsömul...
Jólin voru svolítið frábrugðin þeim sem ég á að venjast...
1. ég var ekki mínu heima hverfi
2. ég fór í kirkju(ég reyndar fer alltaf í kirkju á jólunum..) en ekki í Árbæjarkirkju...
3. ég opnaði ekki jólagjafirnar mínar sjálfur...yngsti meðlimur fjölskildurnar hann Gabríel sá um að opna allt á meðan ég skeit jólasteikinni..
4. ég drapst ekki áfengisdauða..
5. ég fékk ekki armband sem stóð nafnið mitt á ofan á og nafn kærustunar minnar undir..
6. ég var ekki búinn að fá mér bjór áður en ég fór í kirkjuna..
7. ég hló í kirkjunni í staðinn fyrir að sofa..
8. presturinn sagði orðrétt "ætli maría og jósef hafi virkilega verið svona fátæk að jesú hafi þurft að fæðast í LÖDU?" venjulega segir hann "Dýrð sé drottni í uppsööööluuuuuum" eða eitthvað álíka...
...um áramótin ætla ég að vera EDRÚ!
posted by Dan�el Gunnar @
3:10 e.h. |
|
laugardagur, desember 27, 2003  |
já...margt hefur dunið á, á síðustu dögum...
Fyrst ætla ég að nefna að kallinn kláraði alla andstæðinga sína í bardögunum á tæknilegu rothöggi og slátraði þeim öllum hvort sem það var íslendingar, spánverjar eða sögufræðilegir einstaklingar bara-bing-bara-búm og allir lágu þeir í valnum eftir að vitringurinn sló þá alla í rot! Sumir börðu undir beltisstað og beittu lúgalegum brögðum í bardögum á móti mér, en ég stóð uppi sem sigurvegari og mun hillingarathöfnin fara fram á morgun (föstudag) klukkan 2.
Ég er fluttur í Árbæinn er svo allt annað mál en samt mál því sökum þess hef ég ekki getað bloggað að undanförnu...takk fyrir!
Daníel "ný-stúdent" Sigurðsson (þetta mun vera nýja nafnið mitt)
posted by Dan�el Gunnar @
7:38 e.h. |
|
fimmtudagur, desember 18, 2003  |
loka lotan er í aðsigi...
Ég boxaði við gamlan og reyndan andstæðing sem þykir ekkert skemmtilegra en að berja undir beltisstað, í nýru, hnakka og skalla svo við og við í nágvígjum...ég náði mér ekki á strik í þeim bardaga því svona kemur maður ekki fram við andstæðinga sína...
...næsti bardagi verður sögulegur...vegna þeirra saka að þetta er síðasti bardagi undirritaðsnemanda í þessum þyngdarflokki(framhalsskóla vigt) einnig er viðfangsefnið saga...svo ég verð á sögulegu nótunum á eftir...
...sagan segir að eftir svona próf er mikið drukkið af brennivíni og bjór og ætla ég ekki að falla í þeirri söguni...sagan af þeirri reynslu kemur svo eftir helgi vona ég...einnig verða úrslit kunngjör eftir helgi í þeim bardögunum fjórum..
mun ég standa uppi sem sigurvegari eins og hann hefur alltaf gert?
posted by Dan�el Gunnar @
1:03 e.h. |
|
föstudagur, desember 12, 2003  |
Jæja...þá er það að skella á! eins og Bubbi myndi segja ef hann væri að lýsa bardaganum mínum..
í dag fara fram 2 bardagar og eru þeir klukkan 10:15 og 14:15...
Næsti bardagi verður án efa sá allra erfiðasti í þessari lokabardaga senu minni við hin íllu öfl skólans, en andstæðingurinn er al-íslenskt kvikeindi sem á rætur sínar að rekja allt frá dögum Nýrómantíkur allt til dagsins í dag...ég er hef aldrei áður fengið sviðskrekk fyrir svona bardaga en það er ekki laust við að ég hafi hann núna þar sem ég ældi í morgun af sökum stressleika...morgunógleði? -spurning!
ég ætla að óska mér góðs gengis í bardagnum og er það alveg á hreinu að mikið er í húfi fyrir annan keppandan (mig)....ég hef verið að stúdera andstæðingin mikið...nógu mikið, veit ég hins vegar ekki...
posted by Dan�el Gunnar @
8:46 f.h. |
|
 |
ég ætla ekki að afsaka neitt með það að ég hafi ekki bloggað svo dögum skipti því lokabardaginn er á morgun...á mánudaginn átti að vera bardagi en ég taldi mig ekki vera í nógu góðu ljóðaformi til að takast á við kvenskörunginn mikla svo ég fékk að fresta bardaganum til föstudags...forsala er í mötuneyti skólans..
....ég ætla að gefa Togga orðið á meðan
posted by Dan�el Gunnar @
10:36 f.h. |
|
fimmtudagur, desember 11, 2003  |
Lota númer 2...
...er rétt að hefjast í stofu 207 svo þetta blogg verður ekki mikið lengra að sinni...takk fyrir
posted by Dan�el Gunnar @
6:05 e.h. |
|
föstudagur, desember 05, 2003  |
Djöfull finnst mér ruddalega æðislegt þegar í miðjum fréttatíma stöðvar 2 skuli sér eiga sér stað skemmtiatriði með homma(Jónsi í svörtum..) og lessu(Siggu Beinteins) að syngja ástarljóð til hvor annars eins og ég var vitni að rétt í þessu...
posted by Dan�el Gunnar @
8:05 e.h. |
|
fimmtudagur, desember 04, 2003  |
Já þá er komið að bardaganum mikla sem ég hef beðið eftir í 5 og hálft ár! Loturnar eru 4, þrír andstæðingar; spánverjinn Jesús Pochatino tekur fyrstu tvær, svo fáum við kvenmanns andstæðing að nafni Anna María og svo loks í loka lotuni mun hinn eini sanni Gísli Súrsson mæta galvaskur í hringinn..fyrsta lota er í dag, þriðjudag, önnur lota lota er á föstudaginn, þriðja lota er á mánudaginn í næstuviku og mun loka lotan vera á föstudaginn úrslit verða kunngerð á þriðjudeginum eftir tvær vikur og munu úrslitin verða tilkynnt formlega í íþróttahúsinu í austurbergi, föstudaginn 19 desember. Reglur: það eru gefin 10 stig fyrir lotu, til að sigra lotuna verð ég að ná a.m.k. 5 stigum og til að sigra bardagan verð ég að vinna a.m.k. 3 af 4 lotum og lotan sem ég tapaði verð ég að tapa þannig að ég fái 4 stig nema að það sé lokalotan....þá skiptir ekki máli hversu mörg stig ég fæ í þeirri lotu...ef svo gerist að bardaginn endi með jafntefli( ég vinn tvær lotur og tapa hinum tveimur naumlega með 4stig) verð ég að skora annan andstæðinginn sem ég tapaði á móti á hólm aftur og mun bardaginn fara fram þann 18 desember næst komandi...Ef ég vinn þennan bardaga færist ég upp um þyngdarflokk í haust en meira um það síðar..
posted by Dan�el Gunnar @
10:01 f.h. |
|
þriðjudagur, desember 02, 2003  |