Gámurinn á Röstinni  

Gámurinn á Röstinni

 

Jæja...þá er Dabbivals loksins kominn með viðtal við Freysan. Gott viðtal þar á ferð!

Eitt mál: Nú fer að líða að áramótum og skil ég ekki afhverju fólk er að sprengja stórar og dýrar ragettur um hábjartan dag! Þetta er algjör skaðræðis vitleysa því ekki lýsa þeir upp himininn um hábjartan dag!

sambandi við hjálpina á gælunafninu hafa aðeins 5 nöfn borist og er aðeins eitt marktækt
Það sem er marktækt er : HULK, Krúsilíus og Brúskur Bestaskinn
það sem er ekki marktækt er: Ísak Snær og Anton Snær -ég held að fólk skíri börnin sín þetta. Það yrði hálffáránlegt að kalla hann Ísak Snær þangað til hann verður skírður annað...ég held samt að sá sem sendi þetta hafi misskilið þetta. Ég er aðeins að leita af gælunafni ekki skírnar nafni því við erum búin að finna það. Það verður samt ekki gert opinbert þangað til búið er að skíra barnið...sem verður seinna


  posted by Dan�el Gunnar @ 4:13 e.h. |


föstudagur, desember 31, 2004  

 

Jæja...þar sem barnið er ekki komið með neitt nafn og ekki kallaður neitt. Þá hef ég ákveðið að fá hugmyndir frá ykkur sem lesið síðuna mína um gælunafn fyrir strákinn. Ég er að hugsa um að hafa það þannig að þið sendið mér e-mail um ykkar hugmynd af gælunafni (ef þú heitir t.d. Stefán þá vil ég ekki fá sent e-mail og í því stendur: hvað með að kalla hann Stefán eða jafnvel Stebbi...það hljómar alls ekki svo slæmt... -Jú, það gerir það! Nafnið verður að vera frumlegt og í leiðinni krúttlegt.
Þegar ég hef fengið hugmyndir þá vel ég nokkur og set þau upp í skoðanakönnun og þið kjósið er það ekki sniðugt?? hvað segið þið um það?


.
hér hafið þið mynd á meðan þið látið hugan vinna!
Það er þessi yngri á myndinni..


Með von um skjót og góð viðbrögð
Danni Jr.

Klikkið hérna á til að senda mér e-mail

Sorry Stebbi þetta er ekkert persónulegt...þetta er bara til þess að fyrirbyggja svona e-mail.


  posted by Dan�el Gunnar @ 11:46 e.h. |


miðvikudagur, desember 29, 2004  

 

Jæja þá er litla barnið komið í heiminn! loksins!

ég get ekkert verið að skrifa núna því ég er alltof upptekinn að vera hjá barninu uppi á fæðingadeild. ég setti inn nokkrar myndir af barninu sem fæddist í dag 26 desember. Það vóg 3295 grömm og var 50 cm. ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í bili. Móður og barni líður mjög vel og erum við væntanleg heim á morgun!


hér getur þú séð myndirnar


  posted by Dan�el Gunnar @ 5:53 e.h. |


sunnudagur, desember 26, 2004  

 

Jæja...

..þá hlýtur að fara að koma að þessu öllu saman. Konan átti að gjóta í gær en ekkert hefur gerst ennþá. Ég hef ekki mikla reynslu af fæðingu og þess háttar hlutum. Eina sem ég hef reynslu af er að koma barninu fyrir, fyrir 9 mánuðum síðan. Næst því sem ég hef komist fæðingu er trúlega mæðraskoðun. Þannig að það má segja að ég sé eiginlega fæðingahálfviti í orðsins fyllstu. Ég vona að ég geti verið konunni minni ynnan handar í fæðinguni þrátt fyrir skerta reynslu í þeim efnum. Ég hef samt grun um að hún sé eiginlega bara feginn reynsluleysi mínu í sogklukkum, mænudeyfingu, keysaraskurði og hvað þetta nú allt saman heitir því þetta er hennar fyrsta barn...og mitt líka..



  posted by Dan�el Gunnar @ 9:12 e.h. |


miðvikudagur, desember 22, 2004  

 

::..::Idolið::..::

Nú er það orðinn siður að við, Björg förum heim til Ella bróður míns á föstudagskvöldum og horfum á Idolið. Við höfum horft á alla þættina og haft gaman af. Við eigum okkar uppáhaldskeppendur eins og gengur og gerist. Við höfum líka verið að spá í því hvaða fólk á skilið að komast í WildCard þáttinn...og við þetta val var ég ekki sáttur! Hér kemur mitt álit á þeim keppendum sem munu spreyta sig með hljóðnemann á morgun:

.
Davíð Smári Harðarsson
Maðurinn sem gerði allt vitlaust í fyrsta 8 manna hópnum. Maðurinn er með ekta runkara útlitið, hæfileikalausa söngrödd og ekta attitjúd og með settningar á borð við "pabbi minn er þó með hár!" Og hin ógleymda "WHATEVER!" og puttarnir í tvöfaltvaff...
Hann kemst ekki áfram og á ekki heima þarna...


.
Estar Ágústa Guðmundsdóttir
Mig mynnir að hún hafi verið í 4hópnum. Þar voru stelpurnar allar mjög góðar. Hún fór í taugarnar á mér því hún er með svona ekta kennarasleikju útlit og fær alltaf 10 í öllu og gerir allt 100% til að vega upp á móti útlitinu sem er ekki uppá marga fiska...
Hún kemst ekki áfram þó svo að hún sé fín söngkona...


.
Lisebet Hauksdóttir
Hún var í fyrsta hópnum ágætis söngkona, ég man ekkert mikið eftir henni. Það segir margt, hún fellur greinilega vel inní en sker sig ekkert úr. -Nema að vera í ljótum doppóttum kjól.
Hún kemst ekki áfram....


.
Eva Hlín Samúelsdóttir
Ég held að ég hafi ekkert vont um hana að segja. Hún lennti bara í góðum hóp(3) og hefði hver sem er sem kvenkyns var getað komist í úrslitin í smáralindinni.
Hún kemst áfram


.
Júlíus Bjargþór Daníelsson
Hann er vonlaus söngvari sem hefði aldrei átt að komast í 32manna úrslitin.Hann átti að halda sig í rokklingunum. Ég held að það sé vegna þess að rokklingarnir voru helsti innblástur Sigríðar Beinteins í gegnum tíðina sem hann er áfram. Hún er örugglega með plaggat af rokklingunum úr gömlu Æsku blaði uppi á vegg hjá sér...
Hann kemst ekki áfram...


.
Rakel Björk Haraldsdóttir
Hún var ágæt.
kemst ekki áfram....


.
Einir Guðlauksson
Það þarf einn svona hjartaknúsara í keppnina, en ekki WildCard þáttinn. Menn sem skemma lög á borð við Hallelujah með Jeff Buckley munu ekki ríða feitu svíni sem söngvarar. Maðurinn er eitt aðal umræðuefnið á barnaland.is þar sem stelpurnar missa legvatn bara við að sjá hann. Það getur verið að maðurinn hafi útlitið með sér (eins og Bubbi orðaði það) . Þá er það ekki nóg. Menn eins og hann eiga að vera.....einir
kemst ekki áfram....gæti kannski komist áfram þar sem það er söfnun atkvæða á Barnaland.is


.
Guðrún Birna Ingimundardóttir
Síðust en alls ekki síst. Hún var óheppin að vera í títtumræddum hópi 3. Hún hefði unnið hvaða hóp sem er fyrir utan þennan. Hún er "gömul bomba" eins og Bubbi sagði. Hún er sæt og getur sungið og mun komast áfram. Ég skal sjá til þess...ég hef aðgang af 3 símum og mun vera búinn að kaupa inneingnir fyrir tugþúsunda á morgun..
Sigurvegari kvöldsins


Fólk sem ég myndi vilja sjá í þættinum:
.
Gíslinn

.
Ása Margrét

.
Svava



Þessi verða í 3 efstu sætunum í lokin:

.
Aðalheiður

.
Guðrún Birna

.
Brynja



  posted by Dan�el Gunnar @ 9:42 e.h. |


fimmtudagur, desember 16, 2004  

 

Ég ætla að hafa þetta stutt og laggott núna en ég verð að koma með tvo landafræði-brandara sem ástkær faðir minn sagði mér áðan....

....Hvaða borg er í öllum grafreitum heimsins??

.....jújú það mun vera Búkarest!!

Hvað heitir lyktin sem myndaðist í írak um daginn??

......jújú það mun vera Búdapest!!

Já bólstrarinn leynir heldur betur á sér...


Hann sagði mér annann....

....Sæðisbankinn og Blóðbankinn í bæ einum voru staðsettir hlið við. Þennan dag var mikið að gera í sæðisbankanum og röð alveg út á bílastæði Blóðbankans. Í röðinni voru að sjálfsögðu bara menn -eins og tíðkast hefur í gegnum tíðina...nema hvað?? í röðina kemur tvítug ljóshærð þokkadís. Maðurinn sem áður hafði staðið aftast spurði konuna hvort hún væri í réttri röð. Unga konan hallar höfðinu upp og talar með opinn munninn og segir: nhei ég eg í gétti rögh....




  posted by Dan�el Gunnar @ 1:14 f.h. |



 

::..::Kvikmynda handrit::..::

Talibani sem smyglar sér til bandaríkjanna og er hundeltur af FBI CIA INTERPOL og BSRB. Eftir illan leik kemst hann inná Amish búgarð og fellur svona líka vel í hópinn því skeggið hans fittar vel inní tísku þeirra Amisha. Þegar þjóðflokkurinn fattar að hann talar ekki ensku, heldur talíbönsku, halda þeir að þeirra guð sé mættur í öllu sínu skeggi. Allir dýrka hann og dá og um miðbygg myndarinnar sér hann Amish stelpuna sem hann sá á flugvellinum í upphafi myndarinnar þar sem hún var að selja mjólk og egg. Hann verður ástfanginn og hún líka...en þau verða að halda því leyndu. Því að þau verða að giftast áður en þau meiga sprauta blossum ástarinnar á hvort annað. Pabbi hennar er Guðfaðir hópsins og hefur fengið að stjórna hópnum frá því hann var 12ára og líkar ekki að nýji Guðinn sé farinn að skipta sér eitthvað að. Talíbaninn fær stúlkuna með sér til að sprengja býlið upp og hefja nýtt líf í Kaliforniu. Svo kemur kreditlistinn og svo auglýsing fyrir Amish girl and the taliban 2.

Dulspeki: Ég er í teiti.


  posted by Dan�el Gunnar @ 11:33 f.h. |


laugardagur, desember 11, 2004  

 

Nú er ég kominn með ADSL tengingu og þá held ég að það sé gott að smella inn einu sígildu bloggi sem markar upphaf að endurreisn Dannig.blogspot.com (ég tek það fram að þetta gerðist fyrir 2-3 árum síðan...fylgist með

::..::Ekki alltaf "happy ending"::..:: Gærdagurinn var hrein snilld en hann byrjaði þannig að Kalli, Davíð og Halli komu til mín að sötra bjór um hálf eitt, síðan var haldið á leikritið sem var mjög skemmtilegt, eftir leikritið fóru strákarnir :) sem skutluðu okkur á undan okkur eða ég man ekki alveg útafhverju þeir fóru(drunkness!) á undan okkur. En allavega þá löbbuðum við frá loftkastalanum og allaleið upp í smáral...nei þar sem strætó stoppar niður í bæ(man ekki hvað það heitir er of ónýtur) og þar lagðist ég í jörðina fyrir utan leið 112 og öskraði DJÖFULL ER ÉG FULLUR!!!! en á meðan ég öskraði þetta hljóp Halli í burtu svo ég lá þarna einn fyrir framan lítinn krakka og mömmu hans. Svo kom Halli og við tókum strætó í orðsins fyllstu því seturnar úr strætónum eru inni í herbergi hjá mér. Síðan var haldið í party hjá Óla bróður hans Halla og var það ágætt Siggi kýldi einn gaur þarna, en um leið og kellingarnar komu þá fórum við á bjórkvöldið sem var á L.A cafe en hann Siggi(minime) kom með mér á það og notaði bara mín skilríki en var nokkuð fljótur að láta henda sér út fyrir algjöra heimsku hann kýldi dyravörðinn því hann ætlaði ekki að hleypa honum inn aftur eftir að hafa farið út(en þetta er ekki það versta sem kom fyrir þennan dag, það kemur hér á eftir). En allavega þá fórum við á ballið en Sigga var ekki hleift inn því það vantaði afrifuna á miðan hans svo hann kíldi dyravörðinn, því næst var honum skellt inní leigubíl en Siggi gerði sér lítið fyrir og dúndraði leigubílstjóran í andlitið og sparkaði í glænýja benzinn hans(þetta eru samt ekki staðfestar fréttir því Siggi neitar sök á athæfinu) og löggan flutti hann heim til ánægðra foreldra okkar(þeir áttu eftir að vera ánægðari) en við skemmtum okkur alveg ágætlega á ballinu eða alveg þangað til að ég fór á klósettið. Því þá fór einhver náungi að spurja mig af því afhverju ég kíldi hann áðan en auðvitað var það bara hann Siggi sem kíldi hann og náunginn hélt að ég væri hann eins og svo margir halda...En allavega næst kom fíkniefnalögreglan og fór að leita af fíkniefnum á mér því þeir höfðu fengið ábendingu frá einhverjum????!!!!! en allavega þá létu þeir mig tæma alla vasa og ég gerði það en ég var þá orðinn svo æstur að ég spurði þá að því hvort ég ætti ekki bara að fara úr buxunum líka og fór úr buxunum en þá fauk víst eitthvað í þá og þeir hentu veskinu mínu ofan í vaskinn sem var stíflaður og fullur af vatni og allt var að sjálfsögðu rennandi blautt. Þá varð ég brálaður og fór að henda blautum síkarettum í þá því þeir hentu líka síkarettupakkanum mínum í vaskinn. Og sagði svo við lögguna að þeir ættu að vera einhverstaðar annarstaðar að leika sér því hér væri fullorðið.....fólk að skemmta sér og klappaði annari lögguni á kynnina. Næsta sem þeir gerðu var að taka hendurnar á mér bak við bak og skelltu mér á andlitið í marmaragólfið og settu handjárn á mig en ég var svo fullur að ég fór að hlæja af þeim og sagði við þá að strekkja meira á höndunum á mér og reyna nýtt íslandsmet, þeir strekktu eitthvað örlítið meira og þá var ég farinn að hlæja svo mikið að þeir þoldu þetta ekki lengur og löbbuðu með mig einkennis klæddir í gegn um alla mannþröngina á Breiðavangi í handjárnum bak við bak. Ég hlæjandi og flissandi og syngjandi frasa eins og:"tell me why are you að handataka mig" við lagið sem backstreetboys gerði frægt um árið eins og lítil smá stelpa og var að heilsa öllum sem ég mætti og öskraði líka Ég er Hannibal Lecther!!! Passið ykkur!! en næst á dagskrá hjá löggunum var að byðja um liðsauka á snarbilaða manninn og það var gert. Það komu alls 3 löggubílar á næstu mínútu og ég bjóst allveg eins við því að ég yrði næsti Rodney King svo ég ákvað bara að halda kjafti þangað til að ég kom inní löggubílinn þá sá ég messt nasty löggu sem ég hef séð þetta var næstum því eins og í lélegri ljósblárri mynd á sýn þar sem löggugellan ríður fanganum, en svo ætluðu þeir að skilja mig eftir fyrir utan broadway en ég hélt sko ekki ég sagði við þá að ég kæmist ekki inn á ballið útaf þeim svo þeir yrðu að keyra mig heim og gellan sat með mér alla leiðina í STÓRUM löggubíl svo við höfðum allavega plássið! ég fór náttulega að spjalla við hana og spurði hana að því afhverju hún væri ekki módel eða förðunarfræðingur í staðinn fyrir að vera glæpatæknir. Hún hló bara af mér en ég spurði hana því næst hvort hún færi eitthvað á netið hún játti því svo ég bað hana bara um að fara á síðuna mína í staðinn fyrir að gera skýrslu því eins og ég er, er ég ekkert hlutdrægur í garð míns. Svo löggugella hér hefurðu skírsluna.


  posted by Dan�el Gunnar @ 11:38 e.h. |


fimmtudagur, desember 09, 2004  
Powered By Blogger TM



<