Gámurinn á Röstinni  

Gámurinn á Röstinni

 

::..::Íslandsmótið í karokie::..::

Umferðin sem var í íslandsmótinu í karokie í gær var ekki góð...Tekin voru fyrir lög Sálarinnar og fannst mér eins og keppendur væru staddir á ölveri og þetta væru ekki keppendurnir heldur einhverjir sem væru að leika sér áður en keppnin myndi hefjast. Þ.e.a.s. að þetta væri fólk sem væri ráðið þarna til að syngja illa til að gestir og gangandi gætu hugsað með sér að fyrst að þetta fólk væri að syngja þarna gæti það alveg eins tekið lagið því það myndi ekki gera sig að neinu fífli. Því að það hliti að geta gert betur en þetta!

keppandi númer eitt:
Emiliana Torrini (Hildur Vala)
Hún mynnir mig á Emiliönnu Torrini. Ég veit ekki útafhverju en ég held að það sé vegna þess að mér finnst þær báðar mjög hlédrægar og sætar.

Keppandi númer tvö:
Jónsi (Helgi)
Mér finnst sviðsframkoman hans vera eins og hjá Jónsa í Hönskum. Mér finnst hann reyndar ekki syngja vel en það er vitað. Einnig kemur nafnið Bólu-Hjálmar í huga minn þegar ég sé hann.

Keppandi númer þrjú:
Íris í Buttercup (Margrét Lára)
Mér finnst hún minna mig mikið á Írisi í bötterköpp vegna þess að hún tekur alltaf rangar ákvarðanir. Íris tekur þær í daglegu lífi en Margrét Lára tekur svipað heimskar ákvarðanir í lagavali. Ég hef aldrei heyrt neitt af þessum lögum sem hún hefur valið líkt og ég hef aldrei heyrt í stórhljómsveitinni BER.

Keppandi númer fjögur:
Icy spicy Leoncie (Brynja)
Ég held að ég sé mjög nasty með þessari samlíkingu...mér finnst reyndar Brynja sæt en ég held að hún þurfi að fara að sýna hvað hún getur til þess að hún endi ekki eins og frægasta manneskja okkar íslendinga Leoncie....

Keppandi númer fimm:
Olga Fersæth (Lísa):
Ef ég særi einhvern sem ég þekki með þessari líkingu þá finnst mér Lísa mun sætari. Hún er samt þessi típíski varnarjaxl sem ég myndi ekki fyrir mitt litla líf reyna að sóla. Í ótta við fótbrot á báðum..

Keppandi númer sex:
Stjáni Stuð (Davíð)
Ég held að þetta sé besta líkingin. Stjáni heldur að hann sé góður söngvari eins og Davíð. Svo finnst mér þeir bara svo líkir í útliti. Sorry Stjáni...

Keppandi númer sjö:
Jack Daníel´s (Ylfa Lind)
Já ég sé einhverja samlíkingu hjá þessu tveimur...Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig sá ágæti viskí-framleiðandi leit út. En ef ég ætti að ýminda mér það, þá kemur Ylfa Lind í hugan á mér vegna raddarinnar sem hún hefur...

Keppandi númer átta:
Selma Björnsdóttir (Heiða)
Hún syngur mikið betur heldur en Selma Bjöss..Mér finnst þær bara eitthvað svo líkar. Ég held með Heiðu í keppninni ekki vegna þess að hún er sætust heldur vegna þess að hún er eini keppandinn sem getur eitthvað sungið...og hún getur það bara vel. Ég hélt reyndar með Selmu Bjösss í Eurovision af því að ég er Íslendingur.


  posted by Dan�el Gunnar @ 2:00 e.h. |


laugardagur, janúar 29, 2005  

 

.


  posted by Dan�el Gunnar @ 10:47 e.h. |


sunnudagur, janúar 23, 2005  

 

"Neyðarhjálp úr Norðri, Sigmundur Ernir." Þannig var svarað í gær þegar ég hringdi til gefa pening. Já, það má segja að ég hafi verið sá maður sem minnst tryði á þessháttar hjálpar starfsemi. Ég fór í Smáralind í gær og gekk fram hjá þremur manneskjum með rauða bauka til styrktar fórnarlambana á flóðasvæðunum. Án þess að gefa krónu..

Ég fór að hugsa um þetta í gærkvöldi, hvað ég væri samviskulaus. Ég hef það gott á mínu litla Íslandi, lifi á bótum frá tryggingastofnum fram að mánaðamótum Mars-Apríl. Vegna þess að mér hlotnaðist sú lukka að verða pabbi þann 26. desember klukkan 10:30 á staðartíma í Reykjavík. En á þeim tíma skall aldan á indlandshafi á grunlausa íbúanna og á ferðamenn sem ætluðu sem áttu sér einskiss ills von í upphafi þessa dags. Þar sem að sonur minn fæddist á þessum degi, á þessu augnabliki sem fleiri hundruð þúsund mans dóu í einni andrá. Kannski þeirri fyrstu sem sonur minn dró að sér. Ákvað ég að hringja og gefa pening 2500 kr í nafni hans og er þetta meira góðverk sem hann hefur unnið en ég(faðir hans) hef gert mitt líf.

Við skorum á ykkur að gera slíkt hið sama þó það væri ekki nema 100kall, margt smátt gerir eitt stórt. Hver veit nema að það muni koma eldgos einn daginn í bláfjöllum og allir breiðhyltingar missa heimili sín undir hraun og ösku...Þá væri fínnt að fá 100kall frá hverjum tælendingi í heiminum!



(Ég held sveimérþá að ég sé að ganga af göflunum)


  posted by Dan�el Gunnar @ 4:12 e.h. |


sunnudagur, janúar 16, 2005  

 

::..::"Rómantískar" bíomyndir::..::


Alveg finnst mér merkilegt hvað stelpur hafa gaman af því að horfa á þetta rugl... Málið er að allar þessar myndir byrja alveg eins. Kona(Sandra Bull ock/dog) með manni(Steve Buscemi) sem keyrir um á eldgamalli og riðgaðri rauðri Lödu Sport. Þau eru voðalega hamingjusöm og eru að plana að fara að gifta sig. Konan verður næstum því fyrir valtara en er bjargað af manni(Jamie Foxx). Hún gefur lítið út á þessa lífsreynslu og þakkar pennt fyrir sig! U.þ.b. fimm mínútum seinna í myndinni hittast þau aftur en núna á bílaþvottastöð. Kallinn kemur til hennar og bíður henni á Starbucks í kaffibolla. Hún þyggur það því hun hugsar "Hann bjargaði lífi mínu og afhverju ekki að drekka einn kaffibolla og vita meira um þennan dularfulla bjargvætt?" Þau tala saman um lífið og tilveruna en hún tilkynnir honum aldrei um það að hún er að fara að gifta sig. Svo kemur hún heim og kyssir tilvonandi eiginmann sinn en þá hugsar hún: "hvað er ég að gera með þessum drullusokki?, best að hringja í bjargvættinn og bjóða honum í bío". Konan tilkynnir kallinum sínum að hún þurfi að fara hitta ömmu sína því hún er að hekla dúk fyrir tilvonandi brúðhjón og hún þarf að velja litina. Hún kaupir kyppu af bjór til að halda drullusoknum sínum góðum. Svo fer hún í bío með bjargvættinum, fyrst verður þetta svolítið vandræðalegt en þegar líður á myndina sem þau eru á tekur bjarvætturinn í hönd hennar og hún horfir á hann og brosir. En tekur ekki höndina í burtu og svoleiðis eru þau alla myndina. Þegar myndinni líkur fer bíllinn hennar ekki í gang og bjarvætturinn "bjargar" henni enn eina ferðina og býðst til að keyra henni heim á Porcenum sínum. Það springur á bílnum rétt fyrir utan húsið hjá honum, það er sko algjör "tilviljum" að hann skuli eiga heima styttra frá bíóinu en hún. Hann býður henni heim og þá fer að hellirigna og það verður rafmagns- og símalaust. Hann á akkúrat kampavín inni í hjúmongus ískápnum sínum og hann býður henni(nú byrjar þvílíkt rómantískt lag og stelpurnar sem eru að horfa á myndina fara að grenja því þetta er svo fallegt allt saman) þau byrja að kela þvílíkt í sófanum. Svo er köttað...hún vaknar þvílíkt úfin og ljót og hann að hita kaffi fram í eldhúsi. Hún þarf að drulla sér í burtu og finna afsökun afhverju hún kom ekki heim um nóttina. Það er auðvelt í rafmagnsleysinu og tilvonandi drullusokkurinn gleypir við hverju sem er.(nú eru flestar stelpur sem horfa á myndina sem hugsa:"dömpaðu úrhrakinu!") Svo fer kellingin að væla í systur sinni því hún er með samviskubit (gott á hana!) systir hennar segir "follow your heart!" (nú fara enn fleiri stelpur að grenja) Konan verður þvílíkt hamingjusöm og nú byrjar lag (þvílíkt hugljúft lag) og hún fer að hugsa um "allar" góðu stundirnar sem hún og haunkið hennar hafa átt saman. Nú er komið að því að hún er að fara að gifta sig hún er heima hjá mömmu sinni að klæða sig í kjólinn kjökrandi og skjálfandi því hún elskar haunkið miklu meira en drullusokkinn sem hún er að fara eiga. Systir hennar er þarna hjá henni og situr fyrir aftan hana á meðan hún málar sig. Þær ná augnkontakti, systir hennar talar án þess að gefa upp hljóð og kellingin les af vörum hennar sem segja "follow your heart!" og nú byrjar lag (durum dum dumdum dum dum duuuuuuuum)(ekki brúðarmarsinn heldur miklu frísklegra lag) Hún stekkur upp í löduna og fer til haunksins og þau lifa hamingju sömu lífi að eilífu....

Mér finnst þetta algjörlega út í hött afhverju er aldrei sagt í bíomyndum setningar á borð við:"Þú bjargaðir lífi mínu, en það er ekki þar með sagt að þú þurfir að eyðileggja hjónabandið mitt, fávitinn þinn
Hei, það er maður sem bjargaði lífi mínu um daginn sem er að ofsækja mig!
Hei!Þú varst bara á þessum stað og beiðst eftir að einhver kona yrði undir valtara!
Heyrðu, ég þarf að segja þér svolítið...Það var maður sem bjargaði mér um daginn frá valtara. Mér finnst hann vera miklu meira haunk en þú. Hann á líka stóran stál ísskáp með fullt af kampavíni!

Mér finnst boðskapur þessara mynda vera allur alveg eins: Haldiði fram hjá köllunum ykkar! því þeir eru ljótir og keyra um á druslum!

Ég er ekki að skrifa þetta vegna þess að þetta er að gerast hjá mér, síður en svo. Þetta kom bara upp í hugan minn á meðan við, litlu foreldrarnir vorum að horfa á eina slíka.


  posted by Dan�el Gunnar @ 1:25 f.h. |


mánudagur, janúar 10, 2005  
Powered By Blogger TM



<