Rosalega er ég feginn að Mega-vikan er búin, þá hætta þessar nýju óþolandi tölvugerðu auglýsingar með Tuskorki Svampsson, frægasta Færeyingi á Íslandi síðan Brent Enni gaf út síðustu plötu. Þessar auglýsingar eru skemmtilegar í fyrstu 3 skiptin sem þær eru spilaðar, en málið er að þær eru spilaðar á tíu mínútna fresti alla mega vikuna. (Þið getið reiknað hversu lengi þessar auglýsingar eru að verða þreyttar). En allavega þá borðaði ég þrisvar sinnum Dómínós pizzu í síðustu viku og beið í að minnsta kosti hálftíma(eftir uppgefin tíma) í hvert skipti eftir flatbrauðinu. Ég hef alltaf haldið því fram að maður er ekkert að græða á því að kaupa sér pizzu á megaviku. Ég kaupi alltaf tvennutilboð(tvær 15", braustangir og gos)á venjulegum degi þá kostar það 2500kall. Á megaviku kostar pizza 1000, brauðstangir 300 og kók 200 þannig að fyrir mig þá kostar þetta 2500 kall á megaviku. Í augnablikinu er ég kominn með ógeð á pizzum og hef ekki hug á því að fá mér pizzu fyrr en ný Megavika gengur í garð....svona er maður heimskur...
Yfir í allt, allt aðra sálma...ég var að skoða screenshots af CM5 og þetta lítur út eins og léleg eftirlíking af fyrri leikjum, dæmi svo hver fyrir sig...